Fara í efni

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar

226. fundur 17. mars 2022 kl. 14:00 - 16:00 í Ráðhúsi, Skagf.braut 17-21
Nefndarmenn
  • Jóhannes H Ríkharðsson aðalm.
  • Jóel Þór Árnason aðalm.
  • Valdimar Óskar Sigmarsson aðalm.
  • Jón Sigurjónsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Helga Sigurrós Bergsdóttir ritari
  • Kári Gunnarsson umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Helga Sigurrós Bergsdóttir stjórnsýsluritari
Dagskrá
Jóel Þór Árnason og Margeir Friðriksson tóku þátt í fundinum með fjarfundabúnaði.

1.Fyrirkomulag eftirleita í Vesturfjöllum

Málsnúmer 2202141Vakta málsnúmer

Andrés Helgason bóndi í Tungu, Gönguskörðum, kom á fund landbúnaðarnefndar undir þessum dagskrárlið til viðræðu um slælegar fjárleitir í Vesturfjöllum, sérstaklega svæðið frá Gyltuskarði norður til Hryggjadals. Síðustu ár hefur Andrés ásamt fleirum sótt fjölda fjár að loknum hefðbundnum leitum. Andrés og félagar hans hafa gert þetta að eigin frumkvæði og varið til þess ómældri vinnu og kostnaði.
Nefndin er sammála um að kalla fjallskilastjóra á viðkomandi svæði á næsta landbúnaðarnefndarfund. Umhverfis- og landabúnaðarfulltrúa falið að leita leiða til að bæta þeim aðilum sem staðið hafi í handsömun á eftirlegufé í Vesturfjöllunum útlagðan kostnað vegna ársins 2021-2022.

2.Afréttargirðing Áshildarholti

Málsnúmer 2202157Vakta málsnúmer

Reynir Ásberg Jómundsson hefur óskað eftir því að sveitarfélagið komi að viðgerð á afréttargirðingu í landi Áshildarholts, u.þ.b. 1 km. að lengd. Lagfæring girðingarinnar var gerð sumarið 2021 og er kostnaðarhlutdeild sveitarfélagsins 628 þkr.
Landbúnaðarnefnd hefur þegar ráðstafað því fjármagni sem hún hefur til girðingaframkvæmda á fjárhagsáætlun ársins 2022. Hlutur sveitarfélagsins verður ekki til greiðslu fyrr en á árinu 2023 að óbreyttu.

3.Grenjasvæði tilfærð

Málsnúmer 2202260Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 24. febrúar 2022 frá Garðari Páli Jónssyni, Friðriki Andra Atlasyni og Herberti Hjálmarssyni þar sem þeir óska eftir breytingu á þeim grenjasvæðum sem þeim hafa verið úthlutuð til leitar.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að Herbert og Friðrik Andri fá til viðbótar Hjaltadal að austan frá Hofsá, fram Haga, Héðinsdal og Fúinhyrnu. Við þessa breytingu eru þeir með Hjaltadalinn beggja megin ár framan við Hofsá.

Landbúnaðarnefnd hafnar beiðni Garðars Páls um að hann sjái um grenjaleit frá Sleitustöðum út Óslandshlíð að merkjum Stafnshóls og Skuggabjarga, sökum þess að svæðið er þegar úthlutað öðrum.

4.Refaveiði á Reykjatungu

Málsnúmer 2202183Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Marinó Erni Indriðasyni dagsett 17. febrúar 2022 varðandi refaveiði á svæði frá Vindheimum og fram í Villinganes.
Landbúnaðarnefnd hafnar beiðni Marinós sökum þess að svæðið er þegar úthlutað öðrum.

5.Verktakasamningar um veiðar á ref og mink

Málsnúmer 2105005Vakta málsnúmer

Kári Gunnarsson umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi upplýsir að Elvar Már Jóhannsson og Jóhann Guðbrandsson hafa sagt upp samningum sínum um refaveiði á svæðinu frá Lónkoti og fram að Nýlendi. Svæði sem Jóhann Óskar Jóhannsson heitinn hafði í Sléttuhlíð er einnig laust til úthlutunar.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að gera samninga við veiðimennina Kristján B. Jónsson og Egil I. Ragnarsson um að þeir skipta þessu svæði á milli sín og verði merki um Mannskaðahól.

6.Refa- og minkaveiði 2022

Málsnúmer 2202067Vakta málsnúmer

Kári Gunnarsson umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi leggur fram drög að úthlutun veiðikvóta refa og minka vegna ársins 2022.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að verðlaun fyrir veidda minka hækki í 11.000 kr á dýr til ráðinna veiðimanna. Verðlaun fyrir ref verði óbreytt frá fyrra ári, jafnframt er samþykkt að greiða 15.000 kr. fyrir útkall til refaveiða að beiðni umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa og 20.000 kr fyrir dýrbíta.

Fundi slitið - kl. 16:00.