Fara í efni

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar

223. fundur 15. nóvember 2021 kl. 13:00 - 13:54 með fjarfundabúnaði
Nefndarmenn
  • Jóhannes H Ríkharðsson aðalm.
  • Jóel Þór Árnason aðalm.
  • Valdimar Óskar Sigmarsson aðalm.
  • Jón Sigurjónsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Kári Gunnarsson umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjálmálasviðs
Dagskrá
Í upphafi fundar var samþykkt samhljóða að taka mál 2107081 á dagskrá með afbrigðum.

1.Fjárhagsáætlun 2022 - málefni landbúnaðarnefndar

Málsnúmer 2110118Vakta málsnúmer

Lögð fram áætlun fyrir árið 2022 vegna málefna sem heyra undir landbúnaðarnefnd. Kostnaður vegna landbúnaðarnefndar 2.348 þús.kr., ýmis landbúnaðarmál 16.058 þús.kr., þar af laun og framlög til fjallskiladeilda 8.098 þús.kr. og sérstakt framlag vegna girðinga 4.552 þús.kr. Samtals landbúnaðarmál undir málaflokki 13, 18.405 þús.kr. Framlög til minka- og refaeyðingar eru áætluð samtals 8.476 þús.kr. og endurgreiðsla frá ríki 1.483 þús.kr. Samtals umhverfismál undir málaflokki 11 eru 6.993 þús.kr.
Landbúnaðarnefnd samþykkir fyrirliggjandi fjárhagsáætlun með áorðnum breytingum og vísar til byggðarráðs.

2.Samráð; Drög að reglugerð um viðbúnað og viðbrögð við smitsjúkdómum í dýrum

Málsnúmer 2111064Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 5. nóvember 2021 þar sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 208/2021, "Drög að reglugerð um viðbúnað og viðbrögð við smitsjúkdómum í dýrum". Umsagnarfrestur er til og með 19.11.2021.

3.Árhólarétt viðgerðir

Málsnúmer 2107081Vakta málsnúmer

Rætt um ástand Árhólaréttar sem þarfnast töluverðs viðhalds. Á 220. fundi landbúnaðarnefndar þann 19. júlí 2021 var eftirfarandi bókað.
"Landbúnaðarnefnd leggur til að það fjármagn sem eignasjóður hefur til ráðstöfunar til viðhalds rétta árið 2021 verði notað til viðgerða á Árhólarétt, samtals 3.000.000 kr. Með því fjármagni og þeim sjóðum sem fjallskilanefnd Hofsóss og Unadals hefur til ráðstöfunar verður hægt að ljúka uppgerð réttarinnar fyrir haustið."
Dráttur hefur orðið á að framkvæmdir hæfust og er þeim ekki lokið. Ljóst er að auka þarf magn steypu til viðgerða miðað við upphaflega áætlun, u.þ.b. 6-8m3.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að gera ráð fyrir þeirri kostnaðaraukningu í fjárhagsáætlun ársins 2022 vegna þessarar framkvæmdar.

4.Viðhaldsáætlun Stafnsréttar

Málsnúmer 2111018Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf dagsett 29. október 2021 frá Húnavatnshreppi þar sem viðhaldsáætlun Fjallskiladeildar Bólstaðahlíðarhrepps vegna Stafnsréttar fyrir árin 2022-2024 er kynnt.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að fela Kára Gunnarssyni að fá nánari upplýsingar um málið s.s. kostnaðaráætlun.

5.Samráð; Drög að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu

Málsnúmer 2109289Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar umsögn Sveitarfélagsins Skagafjarðar um drög að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu (mál nr. 184/2021). Málið áður á dagskrá 222. fundar landbúnaðarnefndar þann 21. október 2021.

Fundi slitið - kl. 13:54.