Fara í efni

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar

204. fundur 30. apríl 2019 kl. 11:00 - 13:19 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Jóhannes H Ríkharðsson aðalm.
  • Jóel Þór Árnason aðalm.
  • Valdimar Óskar Sigmarsson aðalm.
  • Þórunn Eyjólfsdóttir varam. áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Arnór Gunnarsson starfsmaður landbúnaðarnefndar
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjálmálasviðs
Dagskrá

1.Endurgerð Bugaskála á Eyvindarstaðaheiði

Málsnúmer 1904151Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi frá Gunnari Valgarðssyni vegna endurgerðar og viðhalds Bugaskála á Eyvindarstaðaheiði. Fjármagn til viðhaldsins var tryggt með viðauka á fjárhagsáætlun 2018.

2.Fundur um málefni þjóðlendna 7. júní

Málsnúmer 1903201Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar fundarboð frá forsætisráðuneytinu dagsett 2. apríl 2019 varðandi málefni þjóðlendna. Sveitarstjórnarmönnum og forsvarsmönnum fjallskilanefnda er boðið á fundinn sem verður haldinn á Sauðárkróki þann 7. júní 2019 í Húsi frítímans.

3.Ársreikningur 2018 - Fjallskilasjóður Skarðshrepps

Málsnúmer 1903243Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Skarðshrepps fyrir árið 2018.

4.Fjallskilasjóður Sauðárkróks - ársreikningur 2018

Málsnúmer 1903221Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Sauðárkróks fyrir árið 2018.

5.Refa- og minkaeyðing 2019

Málsnúmer 1904148Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að áætlun um minka- og refaveiði ársins 2019. Undir þessum dagskrárlið komu refa- og minkaveiðimenn til viðræðu um tilhögun veiðanna árið 2019. Mættir voru: Birgir Hauksson, Steinþór Tryggvason, Kári Gunnarsson, Kristján B. Jónsson, Þorsteinn Ólafsson, Marinó Indriðason, Elvar Jóhannsson, Garðar Jónsson, Hans Birgir Friðriksson og Jón Númason.
Landbúnaðarnefnd samþykkir áætlunina með áorðnum breytingum. Einnig samþykkir nefndin að greiða vegna refaveiða ráðinna veiðimanna 20.000 kr. fyrir grendýr, 7.000 kr. fyrir hlaupadýr og vetrarveiði. Verðlaun til annarra fyrir unninn ref 7.000 kr. Greitt verður vegna minkaveiða ráðinna veiðimanna 7.200 kr. fyrir unnið dýr. Verðlaun til annarra verða 1.800 kr. á dýr.
Landbúnaðarnefnd hefur áhyggjur af uppgangi minks innan sveitarfélagsins og hvetur menn til að halda vöku sinni.

Fundi slitið - kl. 13:19.