Fara í efni

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar

139. fundur 17. desember 2008 kl. 13:00 í húsi Leiðbeiningarmiðstöðvarinnar, Skr.
Fundargerð ritaði: Sigurður Haraldsson, starfsmaður nefndar
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2009 - landbúnaður

Málsnúmer 0812048Vakta málsnúmer

Farið yfir fjárhagsáætlun 2009. Niðurstöðutölur: Málaflokkur 13200 Landbúnaðarnefnd kr. 1.485.000; Málaflokkur 13210 Ýmis landbúnaðarmál kr. 7.615.000
Framlag til refa- og minkavinnslu verði að lágmarki kr. 6.650.000, frá sveitarfélagi kr. 5.350.000 sem er 7% hækkun frá sl. ári, væntanleg endurgreiðsla kr. 1.300.000 frá ríki.

2.Þverárfjallsvegur - lausaganga búfjár

Málsnúmer 0808041Vakta málsnúmer

Bréf frá Vegagerð v. girðinga um Þverárfjallsveg, sem er svar við bréfi landb.nefndar þ. 26. ágúst sl. Í svari Vegagerðar kemur fram að verið sé að vinna í málinu. Landbúnaðarnefnd fagnar svari Vegagerðar og skorar á Vegagerð að hraða framkvæmdum.

3.Eyvindarstaðaheiði - Veðskuldabréf

Málsnúmer 0812033Vakta málsnúmer

Bréf v.Eyvindarstaðaheiðar ehf. Þar er um að ræða óundirritað skuldabréf v.viðbyggingar við Galtarárskála. Minnt skal á að sveitarfélagið lánaði til framkvæmdarinnar. Samþ. var að vísa erindinu til byggðarráðs.

4.Þjóðlendukröfur

Málsnúmer 0801016Vakta málsnúmer

Einar og Sigurður sögðu frá gangi mála er varðaði Óbyggðanefnd. Þann 2. sept. sl. fór Óbyggðanefnd ásamt lögmönnum, m.a. Ólafi Björnssyni, lögfræðingi Sveitarfél. Skagafjarðar og langflestra landeigenda sem hlut eiga að máli, í skoðunarferð um Hofsafrétt, Eyvindarstaðaheiði og Haukagilsheiði. Þá voru einnig með í för fulltrúar bænda á svæðinu og fulltrúar sveitarfélagsins. Þann 1. des. sl. var haldinn undirbúningsfundur í Hótel Varmahlíð með lögmanni Ólafi Björnssyni svo og þeim aðilum, sem mæta áttu í vitnaleiðslu þ. 2. des. á Löngumýri. Beðið er nú niðurstöðu frá Óbyggðanefnd um umrædd svæði.

5.Refa- og minkaveiðar 01.09.07-31.08.08

Málsnúmer 0812049Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla um veiðar á ref og mink frá 1. sept. 2007 til 31. ág. 2008. Refur: Hlaupadýr 84, grendýr 62, hvolpar 150, samtals 296 dýr - kr. 4.013.230,-. Minkar: Steggir 104, læður 80, hvolpar 164, samtals 348 dýr ? kr. 1.798.000,-.

6.Úttekt girðinga 2008

Málsnúmer 0812050Vakta málsnúmer

Sigurður lagði fram skýrslu um úttekt girðinga 2008, úttekt fór fram í byrjun sept. sl. Gerð var úttekt á 144 jörðum í sveitarfélaginu. Greiðslur námu kr. 5.135.279,-.

Fundi slitið.