Fara í efni

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar

39. fundur 22. júní 1999 kl. 10:30 Ljósheimar

Landbúnaðarnefnd Skagafjarðar

Fundur 39 – 22.06.1999

 

            Ár 1999, þriðjudaginn 22. júní, kom landbúnaðarnefnd saman til fundar í Ljósheimum kl. 1030

            Mættir voru:  Bjarni Egilsson, Þórarinn Leifsson, Símon Traustason, Skapti Steinbjörnsson, Sigurður Haraldsson starfsmaður,  Smári Borgarsson mætti til fundar kl. 1230 og hafði tilkynnt það til formanns.

 

DAGSKRÁ:

  1. Fundarsetning.
  2. Úlfar Sveinsson mætir á fund vegna málefna loðdýrabænda.
  3. Árni Ragnarsson og Margrét Rögnvaldsdóttir bændur á Laufskálum mæta til fundar.
  4. Nýting á Ásgarðs- og Kolkuóslandi.
  5. Önnur mál.

 

AFGREIÐSLUR:

1. Bjarni setti fund og kynnti dagskrá.

 

2. Bjarni bauð velkominn á fundinn Úlfar Sveinsson, sem boðaður hafði verið á fundinn til að ræða um vanda loðdýrabænda í Skagafirði s.br. bréf til byggðarráðs dags. 02.06.1999.  Umræðan snerist um stöðu loðdýrabænda.  Fram kom hjá Úlfari að í athugun er að Stofnlánadeild lengdi á lánum með einhverjum hætti.  Rætt var um þá ósk bænda að fá  niðurfellingu á fasteignasköttum af húsum.  Landbúnaðarnefnd taldi ekki fært að fara inn á þá braut, sem væri fordæmisskapandi, en rætt var mjög um hvort hægt væri að fá frest á greiðslum um einhvern tíma, og stöðva innheimtur, og mun landbúnaðarnefnd beita sér fyrir því.  Þá var rætt um hvort fóðurstöðin gæti ekki með einhverjum hætti létt undir með loðdýrabændum.  Vék nú Úlfar af fundi, eftir að hafa kynnt sér bókun.

 

3. Bjarni bauð velkomin hjónin á Laufskálum Árna og Margréti.  Tilefni þess að þau voru boðuð á fund nefndarinnar var að ræða um leiguland það sem tilheyrir Laufskálarétt í Hjaltadal, um er að ræða nátthaga, bílastæði o.fl.  Gera þarf nýjan samning um leigu landsins og fór umræða fram hvernig best væri að gera hann úr garði.  Landb.nefnd fól Bjarna og Sigurði að ganga frá samningi við þau hjón.

 

4. Nýting á Ásgarðs og Kolkuóslandi.  Bjarni gerði grein fyrir tilhögun um nýtingu.  Leggja þarf í töluverðan girðingakostnað nú þegar til þess að koma landinu í leigu hæft ástand.  Gerður hefur verið ákveðinn nýtingarrammi sem fjallskiladeildir Hóla- og Viðvíkurdeildar verði gert að fara eftir.

 

5. Önnur mál.

Bjarni sagði frá viðræðum við Svein Runólfsson landgræðslustjóra þar kom fram að hann leggur áherslu á að ekki verði rekið á afrétti Skagfirðinga fyrr en tillögur koma þar um frá Landgræðslunni.  Ljóst er að seinka þarf upprekstri og upprekstur hrossa á Eyvindarstaðaheiði óásættanlegur og æskilegt í það minnsta að ná samkomulagi um seinkun, verði um upprekstur að ræða.

 

Fleira ekki gert, fundargerð kynnt, fundi slitið.

Þórarinn Leifsson                                                      Sigurður Haraldsson

Bjarni Egilsson

Smári Borgarsson

Símon E. Traustason

Skapti Steinbjörnsson