Fara í efni

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar

38. fundur 16. júní 1999 kl. 10:30 - 15:30 Tjarnabær

Landbúnaðarnefnd Skagafjarðar

Fundur 38 – 16.06.1999

 

            Ár 1999, miðvikudaginn 16. júní kl. 1030 kom landbúnaðarnefnd saman til fundar í félagsheimili Léttfeta Tjarnarbæ.

            Mættir voru:  Bjarni Egilsson, Skapti Steinbjörnsson, Símon Traustason, Þórarinn Leifsson og Smári Borgarsson.

 

DAGSKRÁ:

  1. Upprekstrarmál á Kolbeinsdalsafrétt.
  2. Afsöl vegna upprekstrarréttar á Eyvindarstaðaheiði til Landgræðslu ríkisins og innheimtu fjallskilagjalda.
  3. Laufskálarétt.
  4. Landleiga á Steinsstöðum.
  5. Önnur mál.

 

AFGREIÐSLUR:

1. Bjarni setti fund og bauð velkomna gesti fundarins þá Stefán Ólafsson lögfræðing og stjórn upprekstrardeildar Hóla- og Viðvíkurdeildar.  Bjarni ræddi um upprekstur hrossa á Kolbeinsdalsafrétt sem ekki er full sátt um milli bænda á svæðinu.  Stefán fór yfir málefnið eins og það lítur út gagnvart lögum.  Fundarmenn voru sammála um að allar tillögur landbúnaðarnefndar í þessu máli mundu verða að standast stjórnsýslu-kæru- og jafnræðisregluna.  Mikil umræða fór fram um fyrirhugaðan fund með bændum á svæðinu sem halda á síðar í þessum mánuði.  Ýmsar hugmyndir voru í gangi meðal fundarmanna um lendingu í þessu máli og þegar fyrstu hugmyndir landbúnaðarnefndar komu fram þótti ljóst að mun hagstæðara væri fyrir hrossmarga bændur á svæðinu að málið yrði leyst heima fyrir þar sem landbúnaðarnefnd yrði að fara að lögum og reglugerðum í einu og öllu.  Töluverð umræða fór fram um beitiland í Ásgarði sem íbúar Viðvíkurhrepps hins forna hafa notað til hrossabeitar. 

Viku nú af fundi þeir stjórnarmenn Steinþór Tryggvason, Birgir Haraldsson og Sigurður Guðmundsson.


2. Afsöl vegna upprekstrarréttar á Eyvindastaðaheiði.  Stefán Ólafsson lögfræðingur svaraði bréfi landbúnaðarnefndar dagsettu 27. maí 1999.  Í svarbréfi Stefáns dagsettu 6. júní 1999, segir orðrétt: 

"Ég ráðlegg Landbúnaðarnefnd Skagafjarðar eindregið að taka ekki afstöðu til þessara afsala og alls ekki að staðfesta þau með neinum hætti.  Þvert á móti að rukka fjallskilagjöld eins og ekkert hafi í skorist vegna þessara jarða eins og annara jarða.  Eigendur jarðanna geta þá sent reikningana til Landgræðslu Ríkisins ef þeir vilja og landgræðslan greitt þá ef þeim þóknast".

Landbúnaðarnefnd samþykkir að fela innheimtudeild sveitarfélagsins að innheimta gjöldin með hefðbundnum hætti.  Vék nú Stefán Ólafsson af fundi.


3. Laufskálarétt.  Málinu frestað.


4. Landleiga á Steinsstöðum.  Borist hafa þrjú formleg tilboð í land Steinsstaða.  Landbúnaðarnefnd samþykkir tilboð frá Helga Sveinssyni Laugarholti og felur Sigurði Haraldssyni að ganga frá samningi þar um.  Einnig höfðu borist óskir um beitiland frá Elínu Sigurjónsdóttur, Reykjum og Þórdísi Hjálmarsdóttur, Fitjum.  Landbúnaðarnefnd felur Sigurði Haraldssyni og Smára Borgarssyni að ganga frá samningi við þær.


5. Önnur mál voru engin.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 1530.

 

Þórarinn Leifsson

Bjarni Egilsson

Skapti Steinbjörnsson

Símon E. Traustason

Smári Borgarsson