Fara í efni

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar

17. fundur 20. október 1998 kl. 13:00 - 16:45 Stjórnsýsluhús

Landbúnaðarnefnd

Sameinaðs sveitarfélags í Skagafirði

Fundur 17 – 20.10.98

 

            Ár 1998, þriðjudaginn 20. okt. kl. 13,00, kom landbúnaðarnefnd saman til fundar í fundarsal Stjórnsýsluhússins á Sauðárkróki. Mættir voru Bjarni Egilsson, Smári Borgarsson, Símon Traustason, Skapti Steinbjörnsson, Þórarinn Leifsson og Sigurður Haraldsson, starfsmaður.

 

Dagskrá:

  1. Fundarsetning.
  2. Afréttarskrá Skagafjarðarsýslu.
  3. Önnur mál.

 

Afgreiðslur:

1. Bjarni formaður setti fund og kynnti dagskrá.

 

2.  

a) Farið var yfir afréttarskrá Eyvindarstaðaheiðar og leiðréttingar gerðar. Samþ. var að senda afréttarskrána til stjórnar upprekstrarfél. Eyvindarstaðaheiðar til um­sagnar og skoðunar og fá m.a. uppgefið hvaða jarðir eigi upprekstrarrétt á heiðina.

b) Tekin til skoðunar afréttarskrá Hofsafréttar. Samþ. að senda afréttarskrá til fjall­skilanefndar Hofsafréttar til umsagnar.

c) Kolbeinsdalsafréttur tekinn á dagskrá og afréttarskrá skoðuð.

d) Eftirtaldir afréttir teknir á dagskrá og afréttaskrár yfirfarnar: Deildardalsafréttur, Unadalsafréttur, Flókadalsafréttur, Hrollleifsdalsafréttur og Stífluafréttur.

Samþ. að senda ofantaldar afréttarskrár til fjallskilanefnda viðkomandi afrétta til umsagnar. Á við um a-lið einnig.

 

3. Önnur mál.

a) Kynnt bréf frá Landgræðslu ríkisins, dags. 25. ágúst ´98, er varðaði forðagæslu og búfjáreftirlit, þar segir m.a.: “Búfjáreftirlitsmaður skal einnig fylgjast með beiti­landi í byggð á starfssvæði sínu. Telji hann meðferð þess ábótavant skal hann tilkynna sveitarstjórn og landgræðslustjóra það án tafar.”

Samþykkt var að senda Landgræðslu ríkisins svarbréf þar sem landbúnaðarnefnd lýsir sig reiðubúna að verða við óskum Landgræðslunnar um viðræður og samstarf.

b) Kynnt svarbréf landbúnaðarnefndar til Leifs Hreggviðssonar og Jóns H. Arnljóts­sonar við bréfum þeirra til nefndarinnar.

c) Landbúnaðarnefnd hefur áhuga á að ráðist verði í byggingu fjölnotahúss í nágrenni Sauðárkróks, sem nýtast muni hestamennsku í Skagafirði fyrir þjálfun hrossa, sölusýningar og fl. Með byggingu slíks húss mætti treysta stoðir tamninga og sölu hrossa í Skagafirði og ýta undir fullvinnslu afurða heima fyrir. Hús sem þetta er nauðsynlegt til að halda uppi öflugu unglingastarfi í hestamennsku og gefur kost á því að fella hestamennskuna inn í íþróttaiðkun skólanna. Húsið mundi einnig nýtast öðrum aðilum bæði til íþróttaiðkana og sýninga. Finna þarf flöt á fjármögnun og rekstri slíks húss í samráði við hagsmunaaðila í sveitarfélaginu.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 16,45.

Bjarni Egilsson                     

Þórarinn Leifsson      

Sigurður Haraldsson

Skapti Steinbjörnsson                       

Símon E. Traustason

Smári Borgarsson