Fara í efni

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar

9. fundur 02. september 1998 kl. 10:30 Fundarsalur Sveitarfélagsins

Landbúnaðarnefnd

Sameinaðs sveitarfélags í Skagafirði

Fundur 9 – 02.09.98

 

Ár 1998, miðvikudaginn 2. sept., kl. 1030 kom landbúnaðarnefnd í sameinuðu sveitar­félagi í Skagafirði saman til fundar í fundarsal sveitarfélagsins að Faxatorgi 1, Sauðárkróki.

 

Mættir voru: Bjarni Egilsson, Símon Traustason, Þórarinn Leifsson, Sigurður Haraldsson, starfsmaður nefndarinnar og Skapti Steinbjörnsson. Smári Borgarsson hafði boðað komu sína kl. 11,00.

 

Dagskrá:

  1. Fundarsetning.
  2. Valgeir Bjarnason mætir á fund og kynnir afréttarskrá Skagafjarðarsýslu.
  3. Einar Otti, dýral., mætir til fundar v/garnaveikibólusetningar og hundalækninga.
  4. Fjallskilasjóðir, reikningsskil og fjárreiður.
  5. Bréf er borist hafa.
  6. Skoðunarferð á Mælifellsdal og Kiðaskarð 27/8.
  7. Búfjáreftirlit.
  8. Önnur mál.

 

Afgreiðslur:

1. Bjarni Egilsson, formaður, setti fund og kynnti dagskrá.

 

2. Bjarni bauð velkominn til fundar Valgeir Bjarnason og gaf honum orðið.

Valgeiri ásamt Bjarna Maronssyni var falið af Héraðsnefnd að endurskoða afréttarskrá Skagafjarðarsýslu samhliða endurskoðun á fjallskilareglugerð. Valgeir gerði grein fyrir afréttarskránni og ýmsum atriðum, í vinnslu skrárinnar.

Allmiklar umræður urðu um skrána, m.a. upprekstrarrétt jarða, þar sem skipti hafa farið fram og landi skipt út til smábýla.

Fram kom í máli Valgeirs að ýmis atriði í skránni eru óljós og þar sett spurningar­merki og afla þarf nánari upplýsinga um. Nefndarmenn sammála um að ljúka þurfi yfirlestri skrárinnar og fá leiðréttingar þar sem þær eiga við.

Tekið skal fram að í vinnu við afréttarskrána þá var eldri afréttarskrá lögð til grundvallar. Á henni var gerð sú grundvallarbreyting að fjallað er um hverja afrétt fyrir sig en ekki tekin fyrir afrétt hvers hrepps og er þar tekið tillit til breytinga á sveitarfélagsskipan í Skagafirði.

 

3. Mættur var til fundar Einar Otti, dýralæknir. Gerði hann grein fyrir m.a. lögum um hundahald, hundahreinsun og garnaveikibólusetningu.

Framkvæmd varðandi ofangreind atriði hefur verið undir eftirliti sveitarstjórna og dýralækna og unnin af heimamönnum í sumum sveitarfélögum, af dýralækni í öðrum.

Allnokkur umræða varð um þessi mál og samþ. að afla upplýsinga um kostnað á sl. ári og ræða síðan við dýralækna.

 

4. Fjallskilasjóðir, reikningsskil og fjárreiður.

Hver fjallskiladeild heldur sjálfstæðan fjallskilasjóð, sem er í viðskiptareikningi hjá sveitarsjóði Skagafjarðar.

Samþykkt var að fjallskilastjórar séu fjárhaldsmenn og reikningshaldarar og sjái um greiðslu reikninga, sem fjallskilagjöld standi á bak við.

Reikningum, sem eiga að greiðast úr sveitasjóði, skal skila samþ. af fjallskilastjóra til Sigurðar Haraldssonar fyrir 5. nóv.’98.

Heimilt er þeim er þess óska að láta allar greiðslur fara í gegnum sveitarsjóð.

 

5. Bréf er borist hafa.

a)    Lesið og kynnt bréf, dags. 25.08.’98, undirritað af Haraldi Þ. Jóhannessyni.

Þar kemur m.a. fram að talið sé eðlilegt að fjallskilastjórn og landbúnaðar­nefnd sjái um nýtingu Ásgarðslands, Viðvíkurspildu og leiguland sem Viðvíkurhreppur hefur haft á leigu í Kolkuósi, samkv. meðf. leigusamningi.

Samþ. var að fela fjallskilastjórnum Viðvíkur- og Hólahrepps að sjá um nýtingu og ráðstöfun þess lands, sem um getur í framangreindu bréfi.

b)   Lesið og kynnt bréf, dags.  15.08.’98, undirritað af Sigfúsi Péturssyni f.h. Upprekstrarfél. Eyvindarstaðaheiðar.

Efni þess var kostnaður við smölun á svokölluðu Hraunasvæði og ósk um að Sameinað sveitarfélag sjái um og kosti smölun á svæðinu.

Allnokkur umræða varð um efni bréfsins.

Komið hefur í ljós að til er reglugerð fyrir Upprekstrarfél. Eyvindar­staðaheiðar frá 1917.

Landbúnaðarnefnd telur rétt að kanna lögmæti þessarar reglugerðar, en í 1. gr. er m.a. fjallað um atriði sem fram koma í framangreindu bréfi.

 

6. Þessum lið frestað til næsta fundar.

 

7. Kynntar hugmyndir forráðamanns B.S.S. varðandi kostnað við búfjáreftirlit.

Kynnt bréf frá Landgræðslu ríkisins, dags. 25.08.’98, er varðaði forðagæslu og búfjáreftirlit.

 

8. Önnur mál.

Rædd ýmis mál, m.a. girðingamál í Reykjaselslandi, en fyrirhugað er að setja upp girðingu þar í haust.

Þar sem kl. var nú 14:30 voru menn sammála um að slíta fundi. Næsti fundur ákveðinn þriðjudaginn 8. sept. n.k. kl. 13:00.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið.

 

Bjarni Egilsson                     

Sigurður Haraldsson

Þórarinn Leifsson

Smári Borgarsson

Símon Traustason

Skapti Steinbjörnsson