Fara í efni

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar

172. fundur 09. apríl 2014 kl. 10:00 - 11:38 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Ingi Björn Árnason formaður
  • Valdimar Óskar Sigmarsson varaform.
  • Haraldur Þór Jóhannsson ritari
  • Guðrún Helgadóttir áheyrnarftr.
  • Guðný Herdís Kjartansdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Arnór Gunnarsson starfsmaður landbúnaðarnefndar
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Framlög til fjallskilasjóða árið 2014

Málsnúmer 1403162Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að skiptingu framlaga ársins 2014 til fjallskilasjóða.
Landbúnaðarnefnd samþykkir fyrirliggjandi drög með áorðnum breytingum. Samtals er úthlutað framlögum að upphæð 3.250.000 kr.

2.Refa- og minkaveiði 2014

Málsnúmer 1404069Vakta málsnúmer

Lögð fram áætlun um skiptingu á veiðiheimildum til minka- og refaveiðimanna vegna ársins 2014. Samtals úthlutað 6.087.000 kr.
Landbúnaðarnefnd samþykkir fyrirliggjandi úthlutun.

3.Styrktarsjóður EBÍ 2014

Málsnúmer 1402113Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi frá Styrktarsjóði EBÍ.

Fundi slitið - kl. 11:38.