Fara í efni

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar

166. fundur 31. maí 2013 kl. 10:00 - 12:11 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Ingi Björn Árnason formaður
  • Valdimar Óskar Sigmarsson varaform.
  • Haraldur Þór Jóhannsson ritari
  • Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Sigurður Haraldsson starfsmaður landbúnaðarnefndar
  • Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjori stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Landbúnaðarnefnd- Þjónustufulltrúi

Málsnúmer 1304057Vakta málsnúmer

Sigríður Jóhannsdóttir mannauðsstjóri sveitarfélagsins kom á fundinn undir þessum dagskrárlið og fór yfir umsóknir um þjónustufulltrúastarfið og umsóknarferlið. Alls sóttu 19 manns um starfið.
Landbúnaðarnefnd mælir með því að Arnór Gunnarsson verði ráðinn í starfið.

2.Mælifellsrétt

Málsnúmer 1305263Vakta málsnúmer

Ingvar Páll Ingvarsson starfsmaður veitu- og framkvæmdasviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið og kynnti fyrir fundarmönnum ástand Mælifellsréttar og mögulegar úrbætur á henni og kostnað.

3.Borgarey 146150 - leigusamningar

Málsnúmer 1305140Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu mála varðandi leigu á Borgarey.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að endurnýja samninga um land í Borgarey til tveggja ára, við þá leigutaka sem áhuga hafa á.

4.Laugarból 146191 (Steinsstaðir) - leigusamningar

Málsnúmer 1305162Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu mála varðandi leigu lands úr landi Laugarbóls 146191.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að endurnýja samninga um land úr landi Laugarbóls 146191 til tveggja ára, við þá leigutaka sem áhuga hafa á.

5.Landleiga í Borgarey

Málsnúmer 1305276Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Agli Örlygssyni og Efemíu Valgeirsdóttur, þar sem þau óska eftir því að fá að setja girðingu vestan og norðan við leiguland sem þau hafa til afnota í Borgarey.
Landbúnaðarnefnd samþykkir erindið, enda verði framkvæmdin kostuð af leigutaka.

6.Refa- og minkaveiðar 2013

Málsnúmer 1305264Vakta málsnúmer

Landbúnaðarnefnd samþykkir að boða til fundar með refa- og minkaveiðimönnum fimmtudaginn 6. júní 2013 á Sauðárkróki.

7.Trúnaðarmál

Málsnúmer 1301164Vakta málsnúmer

Málinu lokið og niðurstaða þess kynnt.

Fundi slitið - kl. 12:11.