Fara í efni

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar

57129. fundur 11. september 2007
Landbúnaðarnefnd Skagafjarðar
Fundur 57 (129) – 11.09.2007

 
           
Ár 2007, þriðjudaginn 11. september kl. 14:30, kom landbúnaðarnefnd saman til fundar í Leiðbeiningarmiðstöðinni á Sauðárkróki.
 
Mætt voru:  Einar Einarsson, Ingibjörg Hafstað, Sigríður Björnsdóttir og Sigurður Haraldsson starfsmaður.
 
Dagskrá
  1. Fundarsetning
  2. Refa- og minkaveiðar
  3. Bréf
  4. Málefni Hofsafréttar
  5. Önnur mál
 
Afgreiðslur
 
1.      Einar setti fund og kynnti dagskrá.
 
2.      Endanlegar tölur á veiði á ref og mink liggja ekki fyrir. Ekki hafa allir veiðimenn skilað reikningum, veiðar á mink eru minni en sl. ár, veiðar á ref eru svipaðar og á sl. ári.Vonast er til að kostnaður við veiðarnar haldist innan þeirra marka, sem sett voru fram í fjárhagsáætlun 2007. Senda þarf veiðistjóra skýrslu um veiðarnar fyrir 15. okt. n.k.  Sigurður er að vinna í þeim.
 
3.      Lagt fram bréf frá Gísla Jónssyni dags. 24. ág. sl.
Þar er beðið um tilnefningu fagaðila s.kv. 7. gr. girðingalaga nr. 135/2001. Um er að ræða girðingar sem reistar hafa verið á landamerkjum Eyhildarholts og Glaumbæjareyja svo og girðingu reista af eigendum Geldingaholts.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að Sigríður Björnsdóttir taki sæti í nefndinni sem fulltrúi sveitarfélagsins.
 
4.      Málefni Hofsafréttar.
Á fund nefndarinnar kom Stefán Ólafsson lögfræðingur, en honum hefur verið falið að vinna í máli er varðar lausagöngu hrossa á Hofsafrétt sbr. fundargerð Landbúnaðarnefndar 9. ágúst sl.
Formaður Einar og Sig. Haraldsson áttu viðtal við Stefán í lok ágúst sl. þar sem honum var falið að vinna í málinu.
Stefán hefur sent eiganda hrossanna bréf um málið og meðtekið bréf frá lögmanni hans. Stefáni falið að leggja fram kæru í málinu hjá Sýslumanninum á Sauðárkróki.
Landbúnaðarnefnd samþ. að óska eftir við fjallskilastjóra Hofsafréttar að hann láti skoða öll þau hross sem kunna að koma í smölun á Hofsafrétti í fyrstu göngum og staðfesti hver er eigandi þeirra.
 
5.      Önnur mál.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að auglýsa í Sjónhorni áminningu til landeigenda um að hreinsa sín heimalönd samanb. 19. gr. Fjallskilareglug. Skagafjarðarsýslu og komi óskila búpeningi til hreppaskilaréttar samkv. auglýsingu þar um.
 
Fleira ekki gert, fundi slitið.     Sigurður Haraldsson, ritari