Fara í efni

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar

56128. fundur 09. ágúst 2007
Landbúnaðarnefnd Skagafjarðar
Fundur 56 (128) – 09.08.2007

 
           
Ár 2007, fimmtudaginn 9. ágúst, kl. 11:00, kom landbúnaðarnefnd saman til fundar í Leiðbeiningarmiðstöðinni á Sauðárkróki.
 
Mætt voru:  Einar Einarsson, Ingibjörg Hafstað og Sigríður Björnsdóttir.  Sigurður Haraldsson starfsmaður nefndarinnar boðaði forföll.
 
Einar bauð fundarmenn velkomna og setti fund.
 
Dagskrá
 
  1. Ólögmætur upprekstur hrossa á Hofsafrétt.
  2. Staðan í refa- og minkaveiðum – gjaldskráin.
  3. Bréf Félags sauðfjárbænda - frá Byggðarráði.
  4. Ósk um að göngum og réttum af Hofsafrétti verði flýtt.
  5. Aðalfundur Heiðadeildar Blöndu og Svartár.
  6. Önnur mál.
 
Afgreiðslur
 
  1. Einar sagði að borist hefði tilkynning um að hross væru kominn á Hofsafrétt og að samkvæmt vitnum væru þau í eigu Unnsteins Jóhannssonar.  Að ósk fjallskilanefndar Hofsafréttar samþykkti Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar þann 8. febrúar sl., á grundvelli16. greinar laga nr. 6 frá 1986 um afréttarmálefni, fjallskil og fl., að allur upprekstur hrossa og lausaganga, þar með úr heimalöndum verði bönnuð frá árinu 2007-2011.
 
Með hliðsjón af forsögu málsins samþykkir Landbúnaðarnefnd að umrætt brot verði kært til lögreglu í samráði við sveitarstjóra.
 
  1. Rætt um refa- og minkaveiði. Sigurði falið að taka saman tölur um refa- og minkaveiði ársins 2007 fyrir næsta fund. Jafnframt var farið yfir gjaldskrána fyrir refa- og minkaveiði. Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
 
  1. Landbúnaðarnefnd minnir á fyrri bókanir sínar þegar framlögin voru skert við síðustu fjárhagsáætlun og leggur til við Byggðarráð að á árinu 2008 verði varið sömu upphæð og var  árið 2006. Því til stuðnings vill nefndin benda á að á árinu 2007 hefur verið lögð mikil vinna í að gera kostnað við þessar veiðar ljósari jafnframt sem verið sé að byggja upp kerfi sem á að tryggja að ekki verði framúrkeyrsla. Jafnframt vill nefndin benda á að á síðustu mánuðum hefur bæði landbúnaðarráðuneyti og umhverfisráðuneyti verið skrifað vegna þessara mála en enginn svör hafa borist þaðan.
Lagt var fram bréf til kynningar frá Hreppsnefnd Skagabyggðar þar sem þeir hvetja til aukinna veiða.
 
  1. Landbúnaðarnefnd minnir á að Fjallskilastjórn hvers afréttar ræður dagsetningum á göngum og réttum eins og um getur í Fjallskilareglugerð Skagafjarðar. Landbúnaðarnefnd hefur því ekki beint með þessi mál að gera en leggur áherslu á að fjallskilastjórnir taki mið af sjónarmiðum allra við ákvörðun á dagsetningum á göngum og réttum.
 
  1. Einar gerði grein fyrir aðalfundi Heiðadeildar Blöndu og Svartár, sem hann fór á og haldinn var í Húnaveri 12. júní sl. Á fundinum voru samþykktar samþykktir fyrir deildina og kjörin stjórn. Að tillögu okkar eru fyrir hönd Skagfirðinga Smári Borgarsson aðalmaður og Einar Einarsson varamaður. Einar lagði einnig fram afrit úr fundargerð undirbúningsnefndarinnar frá 7. maí, afrit af fundargerð aðalfundar frá 12. júní, samþykktan ársreikning og samþykktirnar eins og þær voru samþykktar á fundinum.
 
  1.  Farið var yfir ýmis mál sem komu upp í sumar, t.d. tengd lausagöngu stóðhesta, en hafa verið leyst.
  Fleira ekki gert og fundi slitið