Fara í efni

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar

42114. fundur 14. ágúst 2006
Landbúnaðarnefnd Skagafjarðar
Fundur 42 (114) – 14.08.2006

 
 
            Ár 2006, mánudaginn 14. ágúst kl. 10:00, kom landbúnaðarnefnd saman í Leiðbeiningarmiðstöðinni á Sauðárkróki.
            Mætt voru: Einar Einarsson, Ingibjörg Hafstað, Sigríður Björnsdóttir og Sigurður Haraldsson, starfsmaður.
 
Dagskrá
  1. Fundarsetning
  2. Ólögmætur upprekstur hrossa á  Hofsafrétt
  3. Breyting á fjallskilanefnd Hofsós og Unadals
  4. Formleg skipun Björns Ófeigssonar sem varafjallskilastjóra Lýtingsstaðahrepps
  5. Skipun Skarðsárnefndar
  6. Bréf frá bændum í Skarðshr. h. forna, um störf fjallskilanefndar, ódagsett
  7. Umsókn um styrk til að fúaverja nýju réttina í Fljótum.
  8. Skipun í stjórn búfjáreftirlits
  9. Önnur mál
 
afgreiðslur
 
1.      Einar setti fund og kynnti dagskrá.
 
2.      Einar greindi frá gangi mála varðandi ólögmætan upprekstur hrossa á Hofsafrétt. Búið er að smala hrossunum og eru þau í umsjón Borgþórs Borgarssonar.  Eigandi hrossanna sinnti ekki þeim tilmælum Landbúnaðarnefndar, með bréfi 1.8.06, að sækja hrossin fyrir 6. ágúst 2006. Eiganda hrossanna var afh. bréf þ. 11. ág. sl., þar sem honum er gert að taka hrossin í sína vörslu fyrir þriðjudagskvöldið 15. ág. .k. Samþ. var að kæra uppreksturinn á hrossunum og Einari falið að undirbúa málið í hendur lögfræðingi.
 
3.      Birgir Þorleifsson hefur tilk. að hann taki ekki sæti í fjallskilanefnd Hofsóss- og Unadalsafréttar. Í hans stað er kjörin Guðrún Þorvaldsdóttir.
 
4.      Björn Ófeigsson kosinn formlega í fjallskilanefnd Lýtingsstaðahrepps sem varafjallskilastjóri - Smári Borgarsson varamaður í nefndinni.
 
5.      Skarðsárnefnd. Kosnir voru: Sigurður Sigfússon, Skapti Steinbjörnsson og Valdimar Sigmarsson, til vara Jón Baldvinsson.
 
6.      Einar kynnti drög að svarbréfi til bænda í Skarðshreppi hinum forna.
 
7.      Samþ. var að veita kr. 100 þús. í fúavörn á nýju réttinni hjá Nýrækt, til viðbótar við fjárhagsáætlun 2006.
 
8.      Kosin voru í Búfjáreftirlitsnefnd: Einar Einarsson og Ingibjörg Hafstað, til vara Sigríður Björnsdóttir.
 
9.      Önnur mál:  Ýmis mál rædd.
 
Fleira ekki gert, fundi slitið.
Sigurður Haraldsson, ritari.