Fara í efni

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar

41113. fundur 01. ágúst 2006
Landbúnaðarnefnd Skagafjarðar
Fundur 41 (113)  – 01.08.2006

 
 
            Ár 2006, þriðjudaginn 1. ágúst kl. 10:30, kom landbúnaðarnefnd saman til fundar á Hótelinu í Varmahlíð.
            Mætt voru: Einar Einarsson, Ingibjörg Hafstað, Sigríður Björnsdóttir og Sigurður Haraldsson, starfsmaður nefndarinnar.
Þá voru eftirtaldir mættir til fundar:  Bjarni Maronsson fulltrúi Landgræðslunnar, fjallskilanefnd Hofsafréttar, Gísli Jóhannsson, Sigurberg Kristjánsson og Arnþór Traustason.
 
Dagskrá
  1. Fundarsetning
  2. Ólögmætur upprekstur hrossa á  Hofsafrétt
  3. Önnur mál
 
afgreiðslur
 
1.      Einar Einarsson setti fund og bauð fundarfólk velkomið og kynnti dagskrá.
 
2.      Ólögmætur upprekstur hrossa á Hofsafrétt.
Einar gerði stutta grein fyrir aðdraganda málsins og gaf síðan Bjarna Maronssyni orðið.
Bjarni gerði grein fyrir aðdraganda þess að settar voru reglur um landbætur og landnýtingu á Hofsafrétt, sem tók gildi 2005. Nú fyrir nokkrum dögum barst Bjarna tilkynning um að búið væri að reka hross á Hofsafrétt - frá einum aðila sem upprekstur á á Hofsafrétt - . Bjarni hvatti til aðgerða í málinu og minnti á að álagsgreiðslur á sauðfjárinnlegg gætu fallið niður ef ekkert yrði aðhafst í málinu, en bann við hrossaupprekstri tók gildi 2005.
Fundarmenn ræddu þessi mál ítarlega frá ýmsum hliðum.
Einar kynnti uppkast að bréfi varðandi málið. Í framhaldi þess samþ. Landbúnaðarnefnd og aðrir fundarmenn að senda viðkomandi aðila bréf, þar sem honum er gert að fjarlægja hrossin af Hofsafrétt fyrir 6. ág. n.k.
 
3.      Önnur mál engin.
 
Fleira ekki gert, fundi slitið.
Sigurður Haraldsson, ritari.