Fara í efni

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar

155. fundur 16. desember 2010 kl. 10:00 - 12:04 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson formaður
  • Valdimar Óskar Sigmarsson varaform.
  • Haraldur Þór Jóhannsson ritari
  • Sigurjón Þórðarson áheyrnarftr.
  • Guðrún Helgadóttir áheyrnarftr.
  • Jón Örn Berndsen sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs
  • Sigurður Haraldsson starfsmaður landbúnaðarnefndar
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá

1.Kjör í landbúnaðarnefnd

Málsnúmer 1006095Vakta málsnúmer

Tillaga um að Einar E. Einarsson taki við formennsku í landbúnaðarnefnd í ársleyfi Inga Björns Árnasonar, frá 1. desember 2010 til 1. desember 2011. Samþykkt

2.Refaveiðar

Málsnúmer 1010109Vakta málsnúmer

Í bréfi frá Umhverfisstofnun 11.október sl kemur fram að ekki er á fjárlögum 2011 gert ráð fyrir framlögum til refaveiða. Landbúnaðarnefnd harmar þau áform og mótmælir þeim. Endanleg afstaða ríkisins liggur ekki fyrir í þessu máli. Landbúnaðarnefnd skorar á fjárveitingarvaldið að endurskoða þá afstöðu sem fram kemur í bréfinu frá 11. október.

3.Skil á skýrslum um refa- og minnkaveiðar á veiðiárinu 2009-2010

Málsnúmer 1009010Vakta málsnúmer

Samantekt á veiði refa og minka í Skagafiði árið 2010. Alls veiddust 328 refir. Greiðsla til veiðimanna vegna refaveiði var kr. 4.567.858.- 242 minkar veiddust. Greiðsla til veiðimanna vegna þeirrar veiði var kr. 1.370.380.- Endurgreiðsla ríkisins liggur ekki fyrir. Hlutur sveitarfélagsins var áætlaður kr. 5.000.000.-

4.Fjárhagsáætlun 2011

Málsnúmer 1009043Vakta málsnúmer

Lögð fram fjárhagsáætlun landbúnaðarnefndar vegna 2011. Niðurstöðutölur eru gjöld kr. 10.392.000.- og tekjur kr. 380.000.- Rekstrarniðurstaða kr. 10.012.000.- Fjarhagsáætlunin samþykkt. Guðrún Helgadóttir óskar bókað ""Samfylkingin vill að í fjárhagsáætlun verði grunnþjónusta varin þrátt fyrir minni tekjur og aukinn kostnað. Sveitarfélagið gegnir afar mikilvægu hlutverki í nærþjónustu á sviði fræðslu- og velferðarmála, sem þarf að njóta forgangs ásamt öðrum lögbundnum verkefnum. Meirihlutinn hefur ekki sýnt pólitíska forustu með stefnumótun og forgangsröðun. Þess vegna er gerð fjárhagsáætlunar ómarkviss."

5.Samráðsnefnd um Eyvindastaðarheiði og Blöndusamning

Málsnúmer 1008014Vakta málsnúmer

Skv. svokölluðum Blöndusamningi frá 15. mars 1982 og viðauka við þann samning, dags. 18. janúar 1990, er gert ráð fyrir að starfandi sé samráðsnefnd virkjunaraðila Blönduvirkjunar og heimamanna til að fjalla sem ráðgefandi aðili um mál, sem snerta hagsmuni beggja. Samþykkt er að Björn G. Friðriksson fjallskilastjóri verði fulltrúi sveitarfélagsins í samráðsnefndinni og að Björn Ófeigsson verði varamaður hans.

6.Erindi frá stjórn Kvenfélags fyrrum Staðarhrepps

Málsnúmer 1012135Vakta málsnúmer

Stjórn Kvenfélags Starðarhrepps óskar eftir áliti nefndarinnar um hverjum beri að sjá um og kosta hreinlætisaðstöðu við Staðarrétt, við réttir. Landbúnaðarnefnd telur að fjallskilanefnd beri að greiða þennan kostnað.

7.Upprekstrarmál fjallskiladeildar Undadals og Hofsóss

Málsnúmer 1012136Vakta málsnúmer

Einar formaður kynnti nefndarmönnum málið.

8.Til fjallskilanefndar fyrrum Skarðshrepps

Málsnúmer 1009081Vakta málsnúmer

Bréf Ástu Einarsdóttur á Veðramóti dagsett 8. september 2010 lagt fram til kynningar

9.Fjárræktarfélag Fljótamanna.

Málsnúmer 1012137Vakta málsnúmer

Einar formaður gerði grein fyrir fundi með Fjárræktarfélagi Fljótamanna, Ólafi Jónssyni héraðsdýralækni og Þorsteini Ólafssyni dýralækni frá MAST varðandi fjárræktarhólf í Fljótum.

Fundi slitið - kl. 12:04.