Fara í efni

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar

20. fundur 03. febrúar 2004

Landbúnaðarnefnd Skagafjarðar
Fundur 20  – 03.02.2004

 
 
            Ár 2004, þriðjudaginn 3. febrúar kl. 1400, kom Landbúnaðarnefnd saman til fundar í kaffistofu Áhaldahússins á Sauðárkróki.
            Mættir voru: Árni Egilsson, Úlfar Sveinsson, Einar Einarsson, og Sigurður Haraldsson, starfsmaður.
 
 
Dagskrá:
1.      Búfjárreglugerð fyrir Skagafjörð (utan lögbýla)
2.      Drög að 3ja ára áætlun um fjárhagsáætlun er varðar landbúnaðarmál
3.      Bréf :
a)      Byggðarráð Skagafjarðar, dags. 16. jan. 04
b)     Fjallskilanefnd Deildardals og Fjallskilanefnd Unadals, dags. 09.01.04
 
 
AFGREIÐSLUR:
 
1.      Rætt var um hvort ástæða væri að setja búfjárreglugerð um þéttbýlissvæði, sem eru í sveitarfélaginu.
 
2.      Landbúnaðarnefnd gerir ekki athugasemdir við framlögð drög.
 
3.       
a)             Lagt fram bréf Byggðarráðs, dags. 16. jan.04. Þar er óskað umsagnar landbúnaðarnefndar er varðar kaupsamning um jörðina Geitagerði vegna lands þess, sem sveitarfélagið hefur á leigu undir Staðarrétt með tilheyrandi aðstöðu.  
Landbúnaðarnefnd sér ekki ástæðu til að gera athugasemdir við kaupsamninginn enda sé leigusamningur um Staðarrétt frá 28. des. 2000 í fullu gildi og kaupendur hafa samþykkt.
b)            Lagt fram bréf dags 9. jan. 04 frá fjallskiladeildum Deildardals og Unadals, þar er óskað eftir fundi með Landbúnaðarnefnd varðandi lausagöngu búfjár og ágang sauðfjár í berjaland Hofsóss og á þjóðvegi í nágrenni. Þá var einnig lögð fram greinargerð vegna fyrirhugaðrar byggingar nýrrar réttar á upprekstrarsvæði Deildardals. Samþ. var að funda með viðkomandi aðilum.
 
Fleira ekki gert, fundi slitið.
 
Einar E. Einarsson                                                 Sigurður Haraldsson
Árni Egilsson
Úlfar Sveinsson