Fara í efni

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar

19. fundur 19. janúar 2004

Landbúnaðarnefnd Skagafjarðar
Fundur 19  – 19.01.2004

 
 
            Ár 2004, mánudaginn 19. janúar kl. 1030, kom Landbúnaðarnefnd Skagafjarðar til fundar við Landgræðslu ríkisins en fulltrúar hennar, Sveinn Runólfsson og Bjarni Maronsson, höfðu boðað til fundar að Löngumýri.
 
Eftirfarandi gerðist:
 
1.      Sveinn Runólfsson setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.
 
2.      Tilefni þessa fundar er að ræða um gæðastýringarmál jarða í Skagafirði og þá einkum um Hofsafrétt og Eyvindarstaðaheiði er varðar upprekstur hrossa. Fram kom hjá Sveini að verið er að vinna að gæðastýringarmati á öllum jörðum á landinu, sú vinna er vel á veg komin eða búið að meta um 80#PR jarða.
Staðarafréttur er talinn vera í góðu ástandi og ekki talin ástæða til að hafa áhyggjur af þeim upprekstri sem á hann er rekinn.
Öðru máli gegnir um Hofsafrétt og Eyvindarstaðaheiði varðandi upprekstur hrossa, fulltrúar þessara svæða munu mæta til fundarins eftir hádegi. Mikil umræða fór fram um þessi mál og fram kom að góð samvinna hefur verið við landgræðslu og fulltrúa hennar í Skagafirði.
Rætt mjög um hvernig stoppa ætti upprekstur hrossa á Hofsafrættt en í sumum tilfellum fara hrossin úr heimalöndum í afréttinn vegna lélegra girðinga. Fram kom að bændur, sem reka á Hofsafrétt, hafa samþ. (1996) að banna upprekstur hrossa, sumir hafa virt það, aðrir ekki.
 
Var nú gert fundarhlé (kl. 12,00).
 
Á fund mætti nú kl. 12,45 fjallskilastjórn Hofsafréttar, þeir Gísli Jóhannsson, Borgþór Borgarsson og Sigurberg Kristjánsson.
 
Sveinn landgræðslustjóri bauð ofangreinda velkomna til fundarins, hann fjallaði um gæðastýringarmálin og það vandamál sem steðjaði að bændum, sem reka sauðfé á Hofsafrétt, vegna uppreksturs hrossa á svæðið. En bændur hafa gert samþ. um að beina þeim tilmælum til bænda á svæðinu að sleppa ekki hrossum á afréttinn, sumir hafa virt þetta samkomulag en aðrir ekki. Þetta kom fram í umræðum um svæðið og umræðan snerist um það hvernig hægt væri að stoppa hrossin þannig að þau kæmust ekki í afréttinn. Rætt var um að bjóða bændum beitiland annarsstaðar til afnota og landbúnaðarnefnd er tilbúin að aðstoða í þeim efnum með það að markmiði að þá fengju bændur á svæðinu greiðslur í gegnum gæðastýringarkerfið.
Landbúnaðarnefnd óskar eftir tillögum til úrbóta frá heimamönnum á svæðinu en fyrirhugað er að halda fund með bændum á svæðinu að frumkvæði fjallskilanefndar.
Fulltrúar Landgræðslunnar lögðu fram á fundinum eftirfarandi hugmyndir er verði teknar til ath. við gerð landbótaáætlunar fyrir Hofsafrétt en áríðandi er að heimamenn leiti fleiri leiða til að stuðla að sjálfbærri nýtingu:
  1. Alfarið verði komið í veg fyrir hrossabeit á afrétt, hross verði hvorki rekin né hafi beinan aðgang að afrétti úr heimalöndum.
  2. Sauðfjárbeit sé bundin við ytri hluta afréttarins. Sauðfé, sem kemur fyrir innan nánar skilgreindrar viðmiðunarlínu í leitum, verði tryggilega haldið heima eða fargað.
 
Viku þeir nú af fundi þeir Gísli, Borgþór og Sigurberg.
 
Á fundinn mættu nú kl. 14,00 fulltrúar Eyvindarstaðaheiðar, þau Tryggvi Jónsson, Erla Hafsteinsdóttir, Freysteinn Traustason og Björn Friðriksson. Freysteinn og Björn mættu fyrir Skagafjarðarsvæðið.
 
Sveinn landgræðslustjóri gerði grein fyrir tilefni þess að ofangreind voru boðuð á fund, bauð þau að sjálfsögðu velkomin til fundar. Hann fór í stuttu máli yfir þau atriði, er við kemur gæðastýringu er varðaði Eyvindarstaðaheiði, þar voru hrossin efst á blaði, svo og uppgræðsla svo sem verið hefur; gert ráð fyrir að hrossabeit verði hætt á næstu 3 árum.
Umræður fóru fram um þessi mál. Fram kom m.a. að sauðfé hefur fækkað á heiðinni, beit hefur aukist og batnað undanfarin ár.
Gera þarf tillögur um hvernig nýting skal vera á Eyvindarstaðaheiði og upprekstrarfélögin þurfa að koma sér saman um þær fyrir 31. mars n.k. og senda til Landgræðslunnar.
 
Fulltrúar Landgræðslunnar lögðu fram á fundinum eftirfarandi hugmyndir er verði teknar til ath. við gerð landbótaáætlunar fyrir Eyvindarstaðaheiði, en áríðandi er að heimamenn leiti fleiri leiða til að stuðla að sjálfbærri nýtingu:
  1. Uppgræðsla, haldið áfram að vinna að stöðvun jarðvegsrofa á afréttinni í samræmi við áætlun.
  2. Upprekstur hefjist ekki fyrr en 1. júlí.
  3. Hrossabeit hætt á næstu 3 árum og leitað leiða til að finna beitiland fyrir hrossin annarsstaðar.
  4. Sauðfé, sem kemur fyrir á auðnum fremst á afréttum, verði tryggilega haldið heima eða fargað.
 
Fleira ekki gert, fundi slitið.
 
Einar E. Einarsson                                 Sigurður Haraldsson, ritari
Árni Egilsson
Úlfar Sveinsson