Fara í efni

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar

18. fundur 15. desember 2003

Landbúnaðarnefnd Skagafjarðar
Fundur 18  – 15.12.2003

 
 
            Ár 2003, mánudaginn 15. desember kl. 1500, kom Landbúnaðarnefnd saman til fundar í kaffistofu Áhaldahússins á Sauðárkróki.
            Mættir voru: Árni Egilsson, Einar E. Einarsson, Úlfar Sveinsson og Sigurður Haraldsson, starfsmaður.
 
 
Dagskrá:
1.      Fundarsetning
2.      Fjárhagsáætlun 2004
3.      Bréf frá Umhverfisstofnun, undirritað af Áka Á. Jónssyni, dags. 03.12.03.
4.      Bréf, Sveitarfél. Skagafj. dags. 05.12.03
5.      Önnur mál
 
 
AFGREIÐSLUR:
 
1.      Árni setti fund og kynnti dagskrá.
 
2.      Lögð fram endanleg fjárhagsáætlun til landbúnaðarmála 2004 að upphæð kr. 7.580.000.
Til refa- og minkaveiða kr. 3.600.000.
 
3.      Lagt fram bréf, dags. 03.12.03, frá Umhverfisstofnun er varðaði endurgreiðslur vegna refa- og minkaveiða 2003. Þar kemur fram að endurgreiðsla er skert úr 50#PR hlutfalli í 30#PR. Þessi skerðing gerir það að verkum að sveitarfélagið fær 500 þús. kr. skerðingu og munar um minna.
Í framhaldi þessa leggur Landbúnaðarnefnd Skagafjarðar fram svohljóðandi bókun:
Landbúnaðarnefnd mótmælir harðlega þeirri skerðingu, sem er á framlögum hins opinbera til lögbundinna refa- og minkaveiða vegna ársins 2003.
Vegna síaukins kostnaðar við þessar veiðar þá kemur þessi skerðing sér mjög illa fyrir Sv.fél. Skagafjörð, en sveitarfélagið hefur lagt sig fram um að sinna þessum lögbundnu skyldum sínum af kostgæfni á undanförnum árum. Á árinu 2003 var heildarkostnaður sveitarfélagsins 5,4 millj.  Því er ljóst að skerðing úr 50#PR endurgreiðsluhlutfalli niður í 30#PR endurgreiðsluhlutfall kostar sveitarfélagið rúmlega 500 þús. kr.
Landbúnaðarnefnd leggur áherslu á að áfram verði unnið ötullega að eyðingu minka og refa og að fjármagn til þeirra verka verði aukið frekar en skert. Skerðing á framlögum hins opinbera til þessa málaflokks mun leiða til minni veiða með tilheyrandi afleiðingum fyrir lífríkið, þ.e. veiði í ám og vötnum, fuglalíf og meiri hættu en nú er á dýrbítum.”
 
4.      Lagt fram bréf frá Sveitarstjórn, dags. 05.12.03, varðandi kaup á jörðinni Írafelli. Óskað er umsagnar landbúnaðarnefndar.
     Bókun:
#GLLandbúnaðarnefnd telur að það þurfi að kanna frekar nauðsyn þess að sveitarfélagið kaupi jörðina Írafell og ætlar þess vegna að eiga viðræður við forsvarsmenn Hofsafréttar og Eyvindarstaðaheiðar svo og Landgræðslu ríkisins.#GL
 
5.      Önnur mál: Lagðar fram til kynningar tölur um úttekt á girðingum í sveitarfélaginu 2003. Úttekt var gerð á 141 jörð, greiðsla til jarða kr. 3.376.000.
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið.
                                                    
                                                Sigurður Haraldsson, ritari fundargerðar