Fara í efni

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar

13. fundur 15. júlí 2003

Landbúnaðarnefnd Skagafjarðar
Fundur 13  – 15.07.2003

 
 
            Ár 2003, þriðjudaginn 15. júlí, kl. 1630, kom Landbúnaðarnefnd saman til fundar í kaffistofu áhaldahússins á Sauðárkróki.
            Mættir voru undirritaðir.
 
Dagskrá:
1.      Fundarsetning
2.      Kjör formanns
3.      Ásgarðsmál
4.      Fjallskilamál
5.      Bréf:
a)      Sigfús Pétursson
b)      Félag sauðfjárbænda
c)      Hjalti Jóhannsson, Anna Lísa Wium.
6.      Önnur mál.
 
 
 
AFGREIÐSLUR:
 
1.          Úlfar Sveinsson varaformaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna til fundar og þá sérstaklega Árna Egilsson en hann tekur sæti í landbúnaðarnefnd í stað Bjarna Egilssonar sem látið hefur af störfum í nefndinni.
 
2.          Kosningar:
Þar sem Bjarni Egilsson hefur látið af störfum í nefndinni og þá um leið af formennsku þarf að kjósa nýjan formann.   Úlfar gerði að tillögu sinni að Árni Egilsson tæki við formennsku.   Ekki komu aðrar uppástungur og er því Árni rétt kjörinn formaður nefndarinnar.  Bjarna Egilssyni eru þökkuð farsæl og góð störf í landbúnaðarnefnd.   Árni tók nú við fundarstjórn.
 
3.          Ásgarðsmál.
Samkvæmd fundarsamþykkt landbúnaðarnefndar þann 18. nóvember 2002 var því máli vísað til tæknideildar sveitarfélagsins sem og var gert með bréfi dags. 6. des.2002.  Tæknideild hefur ekki gengið frá því máli.   Formanni falið að eiga fund með formanni skipulags- og bygginganefndar og starfsm. tæknideildar sveitarfélagsins.
 
4.          Fjallskilamál.
Rætt um þau mál sem borist hafa landbúnaðarnefnd.  Formanni var falið að fá lögfræðiálit á réttindum og skyldum bænda varðandi fjallskilamál.
 
5.          Bréf.
a)   Sigfús Pétursson, dags. 4. febrúar 2003.   Þar kemur fram að Sigfús óskar eftir að láta af störfum sem fjallskilastjóri í framhluta Seyluhrepps og varamaður hans Björn Friðriksson taki við.  Nefndin samþykkir að verða við ósk Sigfúsar og þakkar honum farsæl og velunnin störf.  Jafnframt býður nefndin nýjan fjallskilastjóra, Björn Friðriksson velkominn til starfa.
b)   Félag sauðfjárbænda dags. 6. júní 2003.   Þar er verið að beina þeim tilmælum til landbúnaðarnefnda að leit og vinnsla á tófugrenjum í Staðarfjöllum fari fram áður en upprekstur fjár hefst í vor.   Haft var samband við grenjaskyttur varðandi efni bréfsins.
c)   Hjalti Jóhannesson og Anna Lísa Wium dags. 5. maí 2003.   Bréfið kynnt og vísað til fjallskilastjórnar Hofsafréttar.
 
6.          Önnur mál.
Ýmis mál rædd.
 
Fleira ekki gert, fundi slitið.
 
Árni Egilsson                            Sigurður Haraldsson
Einar E. Einarsson
Úlfar Sveinsson