Fara í efni

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar

5. fundur 08. september 2002

Landbúnaðarnefnd Skagafjarðar
Fundur 5 – 08.09.2002

             Ár 2002, sunnudaginn 8. sept kl. 1800 kom Landbúnaðarnefnd Skagafjarðar saman til fundar í Miðgarði, Varmahlíð, var það  m.a. í framhaldi af skoðun á sauðfé í Grófargilsrétt sama dag kl. 1700, nánar um það í trúnaðarbók.
            Mættir voru: Bjarni Egilsson, Úlfar Sveinsson, Einar Einarsson og Sigurður Haraldsson starfsmaður. 
Eftirfarandi gerðist: 
1.      Bjarni kynnti bréf frá landbúnaðarráðuneyti dags. 22.08.02, þar er kynnt reglugerð um búfjáreftirlit og framkvæmd eftirlits.
Þá er gerð tillaga um búfjáreftirlitssvæði sveitarfélaga. Tillaga hvað varðar Sveitarfél. Skagafj. og nágr.:
1.      Siglufjarðarkaupstaður
2.      Sveitarfél. Skagafjörður
3.      Akrahreppur
Ath.semdir við tillöguna þurfa að berast ráðuneyti fyrir 10. sept. n.k.

Landbúnaðarnefnd gerir ekki athugasemdir við tillögu ráðuneytis. 
2.      Þá kynnti Bjarni bréf frá fjallskilanefnd Rípurhrepps (hins forna), dags. 21.08.02. Þar er óskað samþykkis landbúnaðarnefndar um að fjallskiladeildin fái að nýta hluta fjármagns, sem ætlað var til viðhalds girðinga og skilaréttar. Beiðnin er sett fram vegna fækkunar á fjallskilaskyldum fénaði og hrossum, vegna förgunar fjár og farbanns á bæjum í Rípurhreppi.
Landbúnaðarnefnd samþ. beiðnina að því tilskildu að tilfærsla fjármagns sé tilkomin vegna farbanns og förgunar á búfé. 
3.          Þá var kynnt bréf, dags. 22.08.02, frá Landgræðslu ríkisins, undirr. af Bjarna
  Maronssyni.
  Efni:  Girðing við Skatastaði.  Bréfinu fylgdi fundargerð frá fundi með þeim aðilum,
  sem land eiga að Hlíðarfjalli.

Samþ. var að koma á sameiginlegum fundi með fjallskilastjórum Hofsafréttar, Landgræðslu og landbúnaðarnefnd. 
4.      Rædd ýmis mál, m.a. samþ. að óska eftir fundi með umhverfisnefnd sveitar­félagsins og ræða þar m.a. um fráveitumál. 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 1950
                                       Sigurður Haraldsson