Fara í efni

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar

66. fundur 18. september 2001

Landbúnaðarnefnd Skagafjarðar
Fundur 66 – 18.09.2001

Ár 2001, þriðjudaginn 18. sept. kl. 11,00 kom landbúnaðarnefnd saman til fundar í Ólafshúsi á Sauðárkróki.
Mættir voru: Bjarni Egilsson, Smári Borgarsson, Örn Þórarinsson, Símon Traustason, Þórarinn Leifsson og Sigurður Haraldsson, starfs­maður.
Dagskrá:
                1.      Fundarsetning
                2.      Formannskjör
                3.      Kosning varaformanns
                4.      Bréf
                5.      Útrýming fjárkláða
                6.      Önnur mál

AFGREIÐSLUR:
1.      Bjarni setti fund og kynnti dagskrá.
2.      Formannskjör. 
Uppástunga kom fram um Þórarin Leifsson, ekki komu fleiri uppástungur fram, Bjarni Egilsson, Smári Borgarsson og Símon Traustason sátu hjá við afgreiðslu þessa máls.

3.      Kjör varaformanns.
 Varaformaður landb.n. Símon Traustason hafði tjáð fráfarandi formanni fyrir þennan fund að hann sjái sér ekki fært að gegna varaformannsembætti eftir formannsskipti í landbúnaðarnefnd, nefndarmönnum hafði verið gerð grein  fyrir þessari ósk Símonar fyrir fund. Símon Traustason þakkaði gott samstarf í landbúnaðarnefnd og gott samstarf við fráfarandi formann og skelegga formennsku, undir þau orð tóku aðrir meðnefndarmenn og einnig starfsmaður nefndarinnar. Nýkjörinn formaður, Þórarinn Leifsson, vænti þess að góð samstaða ríkti í landbúnaðarnefnd héreftir sem hingað til, undir það tóku aðrir fundarmenn. Uppástunga kom fram um Örn Þórarinsson sem varaformann nefndarinnar, ekki komu fram fleiri uppástungur.

4.      Bréf.
 Borist hafði bréf frá skrifst.stj. Sveitarfélagsins undirritað af Elsu Jónsdóttur, dags. 12.09.01.
Þar er óskað umsagnar landbúnaðarnefndar um sölu á landspildu úr jörðinni Héraðsdal í Skagafirði, seljandi Sigurður Sigurðsson. Landbúnaðarnefnd gerir ekki athugasemdir við erindið.

5.      Útrýming fjárkláða.
Þessi mál hafa verið rædd á fundum landb.nefndar m.a. 20.10.2000 - 08.08.01. Nefndin telur brýna nauðsyn að yfirdýralæknisemb. fari að kynna þessi mál og þær aðgerðir, sem fyrirhugaðar eru, fyrir bændum í Skagafirði, m.a. með dreifibréfi um málið, sem þyrfti að dreifa áður en fundað er með bændum á svæðinu. Þórarni formanni falið að vinna í málinu.

6.      Rætt var um væntanlegt erindisbréf landbúnaðarnefndar sbr. fundargerð byggðarráðs dags. 12.09.01. Nefndin samþykkir að óska eftir að fá drögin til umsagnar. Bjarni Egilsson óskaði að bókað yrði þakklæti til nefndarmanna fyrir gott samstarf í hans formannstíð og sérstakar þakkir færir hann starfsmanni nefndarinnar fyrir gott starf í þágu nefndarinnar og sveitarfélagsins.
Fleira ekki gert, fundi slitið.
                           Sigurður Haraldsson ritar