Fara í efni

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar

49. fundur 11. janúar 2000
Landbúnaðarnefnd Skagafjarðar
Fundur 49 – 11.01.2000

    Ár 2000, þriðjudaginn 11. jan. kl. 1000 kom landbúnaðarnefnd saman til fundar að Suðurgötu 3, Sauðárkróki.
    Mættir voru: Bjarni Egilsson, Þórarinn Leifsson, Smári Borgarsson, Örn Þórarinsson, Símon Traustason og Sigurður Haraldsson starfsmaður.
DAGSKRÁ:
    1. Fundarsetning.
    2. Fjárhagsáætlun fjallskiladeilda árið 2000.
    3. Forðagæsla og búfjáreftirlit.
    4. Bréf.
    5. Fjallskilamál.
    6. Önnur mál.
AFGREIÐSLUR:
  1. Bjarni setti fund og kynnti dagskrá.
  2. Lögð fram fjárhagsáætlun fjallskiladeilda fyrir árið 2000. Allnokkur umræða fór fram og nokkrar breytingar gerðar m.a. allar nýfjárfestingar strikaðar út. Varðandi ósk frá fjallskiladeild Deildardals um nýbyggingu á skilarétt að upphæð kr. 2.000.000 mun landbúnaðarnefnd ræða við fjallskilastjórn og leita eftir upplýsingum og tillögum um úrbætur.
  3. Forðagæsla og búfjáreftirlit - sjá trúnaðarbók.
  4. Lagt fram bréf dags. 20.12.1999, undirritað af Snorra B. Sigurðssyni sveitarstjóra, er varðar eyðingu refa og minka, og aukinn kostað við eyðingu. Landbúnaðarnefnd vill skoða málið og afgreiða erindið á næsta fundi.
  5. Fjallskilamál. Bjarni bauð velkomna til fundar fjallskilanefnd framhluta Seyluhrepps og Lýtingsstaðahrepps vestan Jökulsár, þá Sigfús Pétursson, Indriða Stefánsson og Egil Örlygsson. Umræða fór fram um fjallskilamálin á svæðinu, rætt m.a. um tilhögun smölunar og fjallskilagjöld.
  6. Önnur mál. Samþykkt að Bjarni Egilsson taki sæti í viðræðunefnd um endurskoðun á Blöndusamningi við Landsvirkjun. Varamaður Bjarna kjörinn Smári Borgarsson.
Fleira ekki, fundi slitið.
Bjarni Egilsson 
Smári Borgarsson
Örn Þórarinsson
Símon E. Traustason
Þórarinn Leifsson
                         Sigurður Haraldsson