Fara í efni

Fræðslunefnd

1. fundur 23. júní 2022 kl. 13:00 - 13:35 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Regína Valdimarsdóttir formaður
  • Hrund Pétursdóttir varaform.
  • Steinunn Rósa Guðmundsdóttir aðalm.
  • Agnar Halldór Gunnarsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Herdís Á. Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Erla Hrund Þórarinsdóttir sérfræðingur á fjölskyldusviði
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
  • Jóhanna Sveinbjörg Traustadóttir skólastjóri leikskóla
Fundargerð ritaði: Erla Hrund Þórarinsdóttir Sérfræðingur á Fjölskyldusviði
Dagskrá

1.Kjör formanns, varaformanns og ritara í fræðslunefnd

Málsnúmer 2206212Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri bar upp eftirfarandi tillögu um kjör formanns, varaformanns og ritara fræðslunefndar:
Lagt er til að Regína Valdimarsdóttir fulltrúi D-lista verði kjörin formaður, Hrund Pétursdóttir fulltrúi B-lista varaformaður og Steinunn Rósa Guðmundsdóttir fulltrúi Vg-lista ritari. Agnar H. Gunnarsson fulltrúa L-lista situr fundina sem áheyrnarfulltrúa með málfrelsi og tillögurétt, skv. ákvörðun sveitarstjórnar.
Sigfús Ingi Sigfússon vék af fundi að þessum dagskrárlið loknum.

2.Skóladagatöl leikskóla 2022-2023

Málsnúmer 2205111Vakta málsnúmer

Skóladagatöl fyrir leikskóla Skagafjarðar lögð fram

Ársalir: Leikskóladagatalið tekur örlitlum breytingum vegna endurmenntunar- og skipulagsdaga. Fyrirhuguð er námsferð starfsmanna í febrúar og hafa þeir dagar verið samræmdir við vetrarfrí Árskóla til hagræðis fyrir fjölskyldufólk. Fundir starfsmanna verða með hefðbundnum hætti, 4 á starfstíma skólans og 4 að vinnutíma loknum. Sumarleyfi verður frá kl. 14:00 þann 7. júlí til kl. 10:00 þann 8. ágúst, fjórar vikur eins og verið hefur.
Fyrir nefnd og starfsmönnum liggur að skoða starfsumhverfi leikskólans og leita leiða til að koma til móts við mismunandi sjónarmið er varða lokanir vegna sumarleyfa starfsmanna, undirbúnings og skipulags.
Skóladagatal þetta er lagt fram til samþykktar eins og það lítur út nú en nefndin áskilur sér rétt til að taka dagatalið upp til endurskoðunar með tilliti til þeirrar vinnu sem framundan er við að finna betra fyrirkomulag á rekstri og opnunartíma skólans.
Birkilundur: Leikskóladagatalið er að mestu óbreytt frá fyrra ári hvað endurmenntunar- og skipulagsdaga varðar sem og fundi starfsmanna. Sumarleyfi verður frá 10. júlí til 14. ágúst 2023, fimm vikur eins og verið hefur.
Tröllaborg: Leikskóladagatalið er að mestu óbreytt frá fyrra ári hvað endurmenntunar- og skipulagsdaga varðar sem og fundi starfsmanna. Sumarleyfi verður frá 3. júlí til 7. ágúst 2023, fimm vikur eins og verið hefur.
Samræmdir hafa verið endurmenntunar- og skipulagsdagar eins og kostur er.
Dagatöl þessi hafa verið lögð fyrir foreldraráð leikskólanna og tekið hefur verið tillit til ábendinga þeirra.
Nefndin samþykkir skóladagatölin eins og þau eru lögð fram.

3.Umsóknir um tónlistarnám utan lögheimilissveitarfélags

Málsnúmer 2206171Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Tónlistarskólanum á Akureyri með ósk um staðfestingu á að Skagafjörður greiði námsgjöld tveggja nemenda sem hyggjast stunda nám á grunnstigi annars vegar og miðstigi hins vegar. Skagafjörður sér sér ekki fært að verða við erindinu.

Fundi slitið - kl. 13:35.