Fara í efni

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar

42. fundur 15. september 2008 kl. 16:15 - 17:55 í Ráðhúsi, Skagfirðingabraut 17-21,
Fundargerð ritaði: Herdís Á. Sæmundardóttir Fræðslustjóri
Dagskrá

1.Samningar við skólabílstjóra

Málsnúmer 0807033Vakta málsnúmer

Fræðslustjóri greindi frá samningaviðræðum sem standa yfir við skólabílstjóra.

2.Umsókn um skólaakstur

Málsnúmer 0809031Vakta málsnúmer

Fræðslustjóri greindi frá ósk um skólaakstur fyrir barn í Árskóla sem býr aðra hverja viku hjá föður og aðra hverja viku hjá móður. Barnið er með lögheimili hjá móður sem býr á Sauðárkróki en faðirinn býr í dreifbýli. Um er að ræða 2-3 km aukaakstur daglega aðra hverja viku. Samþykkt samhljóða.

3.Endurnýjun samnings um kaup á hádegismat fyrir Árskóla

Málsnúmer 0809032Vakta málsnúmer

Fræðslustjóri greindi frá samningaviðræðum við JASK ehf.um endurskoðun samnings um skólamáltíðir í Árskóla

4.Fjöldi grunnskólanema haustið 2008

Málsnúmer 0809034Vakta málsnúmer

Fræðslustjóri lagði fram til kynningar upplýsingar um fjölda grunnskólanemenda í upphafi skólaárs. Lítilsháttar fækkun er á fjölda nemenda, um 3 í Varmahlíðarskóla, 2 í Árskóla og 1 í Grunnskólanum a.V. Í ár eru nemendur því 623 í stað 629 á síðasta ári.

5.Biðlistar á leikskólum 1. september 2008

Málsnúmer 0809033Vakta málsnúmer

Lagðir fram til kynningar biðlistar í leikskólum í Skagafirði 1. september 2008.

6.Menntaþing 12. september 2008

Málsnúmer 0806025Vakta málsnúmer

Fræðslustjóri gerði grein fyrir helstu atriðum sem komu fram á Menntaþingi menntamálaráðuneytisins sem hún sótti sl. föstudag.

7.Náum betri árangri - Málstofa Sambands íslenskra sveitarfélaga um skólamál -

Málsnúmer 0809035Vakta málsnúmer

Málstofa Sambands íslenskra sveitarfélaga um skólamál.
Málstofan verður haldin 6. október n.k. Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:55.