Fara í efni

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar

37. fundur 11. apríl 2008 kl. 15:00 - 16:50 í Ráðhúsinu
Fundargerð ritaði: Rúnar Vífilsson fræðslustjóri
Dagskrá

1.Skóladagatöl grunnskóla 2008-2009

Málsnúmer 0804027Vakta málsnúmer

Drög að skóladagatölum grunnskólanna lögð fram til kynningar.

2.Staða aðstoðarskólastjóra Varmahlíðarskóla

Málsnúmer 0804028Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá skólastjóra Varmahlíðarskóla dags. 14. mars 2008, þar sem farið er fram á að skólinn fái að auglýsa stöðu aðstoðarskólastjóra við skólann í stað stöðu deildarstjóra sem jafnframt var staðgengill skólastjóra og ráðinn var til eins árs sl. haust. Fræðslunefnd samþykkir erindið en kostnaðarauki rúmist innan fjárhagsáætlunar skólans.

3.Lögverndun á starfsheiti og -réttindum kennara og skólastjóra

Málsnúmer 0804009Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá Menntamálaráðuneytinu dags. 27. mars 2008, þar sem sveitarstjórnir eru minntar á að óheimilt sé að ráða aðra til kennarastarfa en þá sem framvísað geta leyfisbréfi menntamálaráðuneytis eða sem undanþágunefnd grunnskóla eða menntamálaráðuneyti hefur fallist á að ráðnir verði til kennarastarfa.

4.Úttekt á sjálfsmatsaðferðum í grunnskólum 2007

Málsnúmer 0804029Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fréttatilkynning frá Menntamálaráðuneytinu þar sem skýrt var frá niðurstöðum úttektar á sjálfsmatsaðferðum grunnskóla í Reykjavík og á Norðurlandi eystra. Í fyrsta skipti eru allir skólar nafngreindir og árangur þeirra eða staða.

5.Söngskóli Alexöndru

Málsnúmer 0803042Vakta málsnúmer

Söngskóli Alexöndru. Fræðslunefnd samþykkir að styrkja Söngskóla Alexöndru á vorönn 2008 vegna þeirra nemenda sem innritast höfðu í söngnám í Tónlistarskóla Skagafjarðar sl. haust en voru við nám í Söngskólanum á vorönn og eru með lögheimili i Sveitarfélaginu Skagafirði. Tíu eru í fullu námi og fjórir í hálfu námi og verður mánaðarlegur styrkur miðaður við þennan nemendafjölda kr.299.863. Málinu vísað til Byggðaráðs þar sem að fjárheimildir eru ekki til staðar á málaflokki 04.Fræðslunefnd samþykkir erindið með tveimur atkvæðum gegn einu. Fulltrúi Vinstri grænna tekur ekki afstöðu til málsins.

Fundi slitið - kl. 16:50.