Fara í efni

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar

51. fundur 10. september 2009 kl. 16:00 - 18:00 í Ráðhúsi, Skr.
Fundargerð ritaði: Herdís Á Sæmundardóttir fræðslustjóri
Dagskrá

1.Stjórnskipulag leikskóla við opnun nýs leikskóla

Málsnúmer 0909050Vakta málsnúmer

Rætt um undirbúning að opnun nýs leikskóla. Fræðslustjóra falið að kalla saman vinnuhóp, en í hópnum verði leikskólastjórar og tveir fulltrúar starfsmanna til að undirbúa þær breytingar sem að nýr leikskóli hefur í för með sér.

2.Verklagsreglur fyrir starfsemi leikskóla, ÁRVIST og daggæslu í heimahúsum

Málsnúmer 0909052Vakta málsnúmer

Fræðslustjóri lagði fram hugmyndir af breytingum á verklagsreglum. Þær ræddar og ákveðið að vinna í þeim áfram fram að næsta fundi.

3.Ársskýrslur grunnskólanna 2008-2009

Málsnúmer 0908001Vakta málsnúmer

Ársskýrslur og sjálfsmatsskýrslur Árskóla, Grunnskólans austan Vatna og Varmahliðarskóla fyrir starfsárið 2008-2009 lagðar fram.

4.Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda 2009

Málsnúmer 0908072Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Nýsköpunarkeppni grunnskólanna. Í bréfinu kemur fram að 10 nemendur(með 8 verkefni) af þeim 45 þátttakendum sem komust í úrslit eru úr grunnskólum Skagafjarðar. Fræðslunefnd lýsir mikilli ánægju með þennan góða árangur og óskar viðkomandi til hamingju.

5.Fjöldi grunnskólabarna 2009-2010

Málsnúmer 0909012Vakta málsnúmer

Fræðslustjóri lagði fram yfirlit yfir fjölda grunnskólabarna í grunnskólum Skagafjarðar og er hann sem hér segir:

Skóli / Skólaár 2009-2010 2008-2009
Árskóli 403 407
Grunnskólinn austan Vatna 94 92
Varmahlíðarskóli 133 130
Samtals: 630 629

6.Nemendur utan lögheimilis

Málsnúmer 0906053Vakta málsnúmer

Lagðar fram leiðbeiningar um undirbúning skóla til heimila sem taka að sér börn í fóstur á vegum barnaverndarnefnda. Leiðbeiningarnar hafa verið sendar Barnaverndarstofu og Sambandi sveitarfélaga til umsagnar en engar athugasemdir borist frá þeim aðilum. Fræðslunefnd samþykkir fram lagðar leiðbeiningar.

7.Umsókn um aðstöðu fyrir söngkennslu

Málsnúmer 0908020Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Alexöndru Chernyshovu þar sem hún óskar eftir að fá aðstöðu í Árskóla og Grunnskólanum austan Vatna, á Hólum og Hofsósi, fyrir söngkennslu í vetur. Fræðslunefnd lítur þannig á að skólastjórar á hverjum stað beri ábyrgð á og fari með stjórnun skólahúsnæðis og bendir því bréfritara á að beinu erindi sínu beint til þeirra.

8.Reglugerðir við lög um skólahald frá 2008

Málsnúmer 0909040Vakta málsnúmer

Reglugerðirnar lagðar fram til kynningar.

9.Tilkynnt um úttekt á sjálfsmatsaðf. í skólum haust 2009

Málsnúmer 0908086Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá menntamálaráðuneytinu dagsett 25. ágúst 2009 þar sem tilkynnt er um úttektir á sjálfsmatsaðferðum grunnskóla haustið 2009. Fram kemur að grunnskólarnir þrír í Skagafirði séu meðal þeirra skóla sem teknir verði út að þessu sinni.

10.Skerðing á framlagi til námsgagnasjóðs 2009

Málsnúmer 0907033Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá menntamálaráðuneytinu dagsett 21. júlí 2009 þar sem tilkynnt er að ákveðið hafi verið að skerða framlag ríkisins til námsgagnasjóðs úr 100 millj. kr niður í 49 millj. kr. vegna efnahagsaðstæðna.

11.Erindi frá félags- og tómstundanefnd vegna fjölskyldustefnu

Málsnúmer 0908073Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dags. 10. ágúst 2009, undirritað af Sveini Allan Morthens, formanni Félags- og Tómstundarnefndar, vegna gerðar fjölskyldustefnu sveitarfélagsins. Í bréfinu er reifaður undirbúningur að gerð fjölskyldustefnunnar og leitað svara frá Fræðslunefnd varðandi áhersluatriði nefndarinnar við gerð fjölskyldustefnu og reynslu vegna skólastefnugerðar. Formanni og fræðslustjóra falið að svara erindinu.

12.Viðbragðsáætlun skóla

Málsnúmer 0908011Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá menntamálaráðuneytinu dags. 10. ágúst 2009 varðandi viðbragðsáætlun og drög að viðbragðsáætlun unnum af Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, sóttvarnalækni og menntamálaráðuneyti ásamt gátlista vegna skóla. Fræðslustjóri greindi frá því að vinnu við viðbragðsáætlun miðaði vel.

13.Ársskýrsla Tónlistarskóla Skagafjarðar

Málsnúmer 0909001Vakta málsnúmer

Ársskýrsla Tónlistaskóla Skagafjarðar fyrir árið 2009-2010 lögð fram.

14.Fjöldi tónlistarskólanemenda 2009-2010

Málsnúmer 0909042Vakta málsnúmer

Fræðslustjóri lagði fram yfirlit yfir fjölda nemenda við Tónlistarskóla Skagafjarðar. Alls eru skráðir nemendur í skólann nú 292 á móti 293 á skólaárinu 2008-2009

15.Sjálfsmat tónlistarskóla

Málsnúmer 0909054Vakta málsnúmer

Fræðslustjóri greindi frá fyrirhugaðri vinnu við gerð sjálfsmats í Tónlistarskóla Skagafjarðar. Sjálfsmat þetta mun byggja á Gæðagreinum grunnskólanna í Skagafirði.

16.Verklagsreglur fyrir starfsemi leikskóla, Árvist og daggæslu í heimahúsum í Sveitarf.Skagafirði

Málsnúmer 0907038Vakta málsnúmer

Fræðslustjóri lagði fram hugmyndir af breytingum á verklagsreglum. Þær ræddar og ákveðið að vinna í þeim áfram fram að næsta fundi.

17.Ársskýrslur leikskólanna 2008-2009

Málsnúmer 0908070Vakta málsnúmer

Ársskýrslur leikskólanna Birkilundar, Furukots, Glaðheima og Tröllaborgar fyrir starfsárið 2008-2009 lagðar fram.

18.Ósk um lengingu á opnunartíma Bangsabæjar, Fljótum

Málsnúmer 0908074Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá foreldrum barna á leikskólanum Bangsabæ í Fljótum, móttekið 28. ágúst 2009, þar sem farið er fram á lengingu opnunartíma. Fræðslustjóra falið að leita lausna í samráði við leikskólastjóra vegna haustannar 2009 en ákvörðun vegna ársins 2010 vísað til fjárhagsáætlunar.

19.Fjöldi leikskólabarna 2009-2010

Málsnúmer 0909013Vakta málsnúmer

Fræðslustjóri lagði fram yfirlit yfir fjölda leikskólabarna í leikskólum Skagafjarðar og er hann sem hér segir:

Leikskóli / Skólaár 2009-2010 2008-2009
Birkilundur 35 37
Glaðheimar 88 78
Furukot 70 63
Tröllaborg 43 42
Samtals: 236 220

20.Biðlisti á leikskólana á Sauðárkróki1. september 2009

Málsnúmer 0909015Vakta málsnúmer

Fræðslustjóri lagði fram yfirlit yfir biðlista eftir leikskólaplássum á Sauðárkróki. Sex börn eru nú á biðlista sem fædd eru árið 2007 eða fyrr og sex börn þar sem beðið er um lengda viðveru.

21.Reglugerð um starfsumhverfi leikskóla nr. 655/2009

Málsnúmer 0909049Vakta málsnúmer

Reglugerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:00.