Fara í efni

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar

173. fundur 23. nóvember 2021 kl. 16:15 - 17:45 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Axel Kárason formaður
  • Elín Árdís Björnsdóttir varaform.
  • Jóhanna Ey Harðardóttir ritari
  • Ragnhildur Jónsdóttir fulltrúi Akrahrepps
  • Steinunn Rósa Guðmundsdóttir varam. áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Herdís Á. Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Selma Barðdal Reynisdóttir fræðslustjóri
  • Erla Hrund Þórarinsdóttir sérfræðingur á fjölskyldusviði
  • Hanna Dóra Björnsdóttir skólastjóri grunnskóla
  • Bogdís Una Hermannsdóttir áheyrnarftr. leikskóla
  • Sandra Hilmarsdóttir áheyrnarftr. foreldra leiksk.barna
  • Guðbjörg Halldórsdóttir skólastjóri leikskóla
Fundargerð ritaði: Herdís Á Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Dagskrá

1.Gjaldskrá leikskóla 2022

Málsnúmer 2110159Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að 3,5% hækkun gjaldskrár leikskóla. Hækkunin tekur hvoru tveggja til dvalargjalda og matarkostnaðar. Átta tíma almennt gjald hækkar úr 39.662 krónum í 41.053 krónur eða um 1.391 krónur á mánuði. Nefndin samþykkir að hækkunin nái ekki til forgangshópa/sérgjalds. Systkinaafsláttur af dvalargjaldi verður óbreyttur, 50% fyrir annað barn og 100% fyrir þriðja barn. Steinunn Rósa Guðmundsdóttir, fulltrúi VG og óháðra leggur fram eftirfarandi tillögu: Það er fagnaðarefni að útlit er að fyrir að fjárhagsáætlun fjölskyldusviðs fyrir árið 2022 verði skilað með afgangi. Meðal annars í því ljósi er lagt til að gjaldskrá fæðis- og dvalargjalda í leikskóla verði ekki hækkuð á milli ára. Tillagan borin undir atkvæði og felld með þremur atkvæðum.
Formaður bendir á að fjárframlög til stofnana aukast um u.þ.b. 50 milljónir króna á milli áranna 2021-2022. Því er ekki um afgang að ræða. Nefndin samþykkir tillögu um hækkun og vísar henni til byggðarráðs.

2.Gjaldskrá grunnskóla 2022

Málsnúmer 2110158Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að 3,5% hækkun gjaldskrár í grunnskóla. Morgunverður og síðdegishressing hækka úr 223 krónum í 231 krónu eða um 8 krónur. Hádegisverður í áskrift hækkar úr 463 krónum í 479 krónur eða um 16 krónur. Stök máltíð í hádeginu hækkar úr 602 krónum í 623 krónur eða um 21 krónu. Dvalargjald í heilsdagsskóla (frístund) hækkar úr 267 krónum í 276 krónur eða um 9 krónur. Systkinaafsláttur af dvalargjaldi er óbreyttur, 50% hjá öðru barni og 100% hjá þriðja barni. Börn í dreifbýli hafa áfram forgang að heilsdagsvistun. Steinunn Rósa Guðmundsdóttir, fulltrúi VG og óháðra leggur fram eftirfarandi tillögu: Að gjaldskrá matarkostnaðar í grunnskóla og heilsdagsskóla ásamt dvalargjöldum í heilsdagsskóla verði ekki hækkuð árið 2022. Tillagan borin undir atkvæði. Tillagan felld með þremur atkvæðum.
Formaður bendir á að fjárframlög til stofnana aukast um u.þ.b. 50 milljónir króna á milli áranna 2021-2022. Því er ekki um afgang að ræða. Nefndin samþykkir tillögu um hækkun og vísar henni til byggðarráðs.

3.Gjaldskrá tónlistarskóla 2022

Málsnúmer 2110160Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að 3,5% hækkun gjaldskrár tónlistarskóla. Hálft nám hækkar úr 6.141 krónu í 6.356 krónur á mánuði eða um 215 krónur. Fullt nám hækkar úr 9.211 í 9.533 eða um 322 krónur á mánuði. Veittur er 25% afsláttur ef fleiri en einn nemandi eru saman í hljóðfæranámi. Veittur er systkinaafsláttur, 25% fyrir annað barn, 50% fyrir þriðja barn og 100% fyrir fjórða barn. Nefndin samþykkir tillöguna og vísar henni til byggðarráðs.

4.Fjárhagsáætlun fjölskyldusviðs 2022

Málsnúmer 2110027Vakta málsnúmer

Fjárhagsáætlun fyrir stofnanir fræðslumála (04) lögð fram til síðari umræðu í fræðslunefnd. Áætlunin gerir ráð fyrir aukinni þjónustu í leikskólum með nýjum deildum á Hofsósi, Sauðárkróki og í Varmahlíð. Með því er komið til móts við óskir foreldra í Skagafirði um vistun barna frá 12 mánaða aldri. Nefndin samþykkir áætlunina og færir starfsmönnum sveitarfélagsins þakkir fyrir vinnu við fjárhagsáætlun 2022. Vísað til byggðarráðs.

Fundi slitið - kl. 17:45.