Fara í efni

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar

142. fundur 23. maí 2019 kl. 16:15 - 18:10 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Laufey Kristín Skúladóttir formaður
  • Elín Árdís Björnsdóttir varaform.
  • Jóhanna Ey Harðardóttir ritari
  • Sigurjón Þórðarson áheyrnarftr.
  • Ragnhildur Jónsdóttir fulltrúi Akrahrepps
Starfsmenn
  • Herdís Á. Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Bertína Guðrún Rodriguez sérfræðingur á fjölskyldusviði
  • Hanna Dóra Björnsdóttir skólastjóri grunnskóla
  • Anna Árnína Stefánsdóttir skólastjóri leikskóla
Fundargerð ritaði: Bertína Rodriguez sérfræðingur á fjölskyldusviði
Dagskrá

1.Skólaakstur undanþága leikskólabarn

Málsnúmer 1905159Vakta málsnúmer

Borist hefur erindi frá föður barns í dreifbýli þar sem óskað er eftir að 5 ára sonur hans fái að fara með skólarútu í leikskólann Birkilund í Varmahlíð. Faðir barnsins býr í rúmlega 40 km fjarlægð frá leikskólanum og keyrir eldri börn sín í veg fyrir skólarútuna. Barnið mun fara í Varmahlíðarskóla frá og með hausti 2020.
Samkvæmt reglum Sveitarfélagsins Skagafjarðar um akstur skólabarna í dreifbýli er ekki heimilt að aka með aðra farþega en grunnskólanemendur, svo sem börn í leikskóla, nema með sérstöku samþykki fræðslunefndar.
Fræðslunefnd samþykkir að afla frekari gagna og frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar.

2.Hádegisverður. Ársalir

Málsnúmer 1812191Vakta málsnúmer

Farið var yfir stöðu mála hvað varðar undirbúning ákvörðunar fræðslunefndar um fyrirkomulag hádegisverðar í Ársölum. Taka þarf ákvörðun fyrir mánaðarmót um hvort verkið verður boðið út að nýju til eins árs eða samningar við núverandi verktaka framlengdir. Málið verður tekið fyrir á næsta fundi fræðslunefndar.

3.Hádegisverður. Árskóli

Málsnúmer 1812190Vakta málsnúmer

Farið var yfir stöðu mála hvað varðar undirbúning ákvörðunar fræðslunefndar um framtíðarfyrirkomulag hádegisverðar í Árskóla. Verktaki hefur samþykkt framlengingu á núgildandi samningi um eitt ár. Fræðslunefnd samþykkir einnig fyrir sitt leyti að framlengja samning um eitt ár.
Anna Á. Stefánsdóttir og Vildís Björk Bjarkadóttir sátu fundinn undir liðum 1-3 og 7-8.

4.Útboð skólaakstur

Málsnúmer 1905177Vakta málsnúmer

Drög að útboðslýsingu og korti af innanbæjarakstri liggja fyrir og er búist við að hægt verði að bjóða verkið út fyrir mánaðarmót, skv. bókun síðasta fundar fræðslunefndar. Fræðslunefnd samþykkir að veita starfsmönnum fjölskyldusviðs heimild til að bjóða út skólaakstur á grundvelli þeirra gagna sem liggja fyrir núna.

5.Kennslukvóti 2019-2020

Málsnúmer 1905059Vakta málsnúmer

Unnið er að úthlutun kennslukvóta til grunnskólanna fyrir skólaárið 2019-2020 og er þess vænst að hægt verði að ganga frá honum á næsta fundi fræðslunefndar.

6.Heilsdagsskóli (frístund) í Varmahlíð

Málsnúmer 1901184Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tölvuskeyti frá oddvita Akrahrepps með staðfestingu á því að hreppurinn mun taka þátt í að koma á fót og reka heilsdagsvistun við Varmahlíðarskóla á grundvelli þeirra minnisblaða og kostnaðaráætlana sem kynnt hafa verið. Fræðslunefnd fagnar niðurstöðu málsins og felur sviðsstjóra að koma málinu í framkvæmd. Fræðslunefnd vísar málinu áfram til byggðarráðs.

7.Menntastefna Skagafjarðar

Málsnúmer 1812211Vakta málsnúmer

Helga Harðardóttir, kennsluráðgjafi, kom á fundinn og kynnti vinnu við gerð Menntastefnu Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Fræðslunefnd þakkar Helgu og teyminu öllu fyrir góða vinnu.
Helga Harðardóttir sat fundinn undir þessum lið.

8.Aðgerðir stjórnvalda í menntamálum-útfærsla starfsnámsárs og námsstyrkir

Málsnúmer 1905092Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar greinargerðir menntamálaráðuneytisins er varða útfærslu starfsnáms og námsstyrkja til kennaranáms. Aðgerðirnar eru liður stjórnvalda í að fjölga nemendum í kennaranámi.
Hanna Dóra Björnsdóttir sat fundinn undir liðum 2-8

Fundi slitið - kl. 18:10.