Fara í efni

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar

141. fundur 26. apríl 2019 kl. 16:15 - 18:20 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Laufey Kristín Skúladóttir formaður
  • Elín Árdís Björnsdóttir varaform.
  • Jóhanna Ey Harðardóttir ritari
  • Sigurjón Þórðarson áheyrnarftr.
  • Ragnhildur Jónsdóttir fulltrúi Akrahrepps
Starfsmenn
  • Herdís Á. Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Bertína Guðrún Rodriguez sérfræðingur á fjölskyldusviði
Fundargerð ritaði: Bertina Rodriguez sérfræðingur á fjölskyldusviði
Dagskrá

1.Hádegisverður. Ársalir

Málsnúmer 1812191Vakta málsnúmer

Málið var áður á dagskrá fræðslunefndar þann 28. febrúar s.l. Nýtt minnisblað hefur verið lagt fram þar sem fram kemur að ákveðið var að fá Þórólf Sigjónsson, matreiðslumann, til að skoða og leggja mat á aðstæður í Ársölum og Árskóla til framleiðslu hádegisverðar. Að hans mati eru aðstæður góðar í Ársölum til að elda fyrir þann fjölda sem um ræðir, hvort sem er Ársali eingöngu eða Ársali og Árskóla. Það er þó ljóst að ráðast þarf í nokkrar breytingar ef vel á að vera. Þær breytingar snúa hvoru tveggja að breytingum á innra skipulagi sem og tækjum og búnaði.
Ekki er talið skynsamlegt að ráðast í þær breytingar fyrir næsta skólaár, heldur samþykkir fræðslunefnd að undirbúa málið betur, m.t.t. til þeirra breytinga sem ráðast þarf í. Fræðslunefnd samþykkir að leita eftir framlengingu samnings við STÁ ehf. um eitt ár ellegar bjóða matarkaup út að nýju til eins árs.

2.Heilsdagsskóli (frístund) í Varmahlíð

Málsnúmer 1901184Vakta málsnúmer

Málið var áður á dagskrá þann 28. febrúar s.l. Fyrir liggur minnisblað með upplýsingum um kostnað og nýtingu að því marki sem hægt er að leggja mat á að svo stöddu. Minnisblað þetta hefur verið sent hreppsnefnd Akrahrepps en ekki hefur verið haldinn fundur í Samstarfsnefnd með Akrahreppi til að taka endanlega ákvörðun um málið. Fræðslunefnd í umboði sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar getur ekki tekið einhliða ákvörðun í málinu og hvetur til þess að samstarfsnefndin komi saman hið fyrsta svo hægt sé að svara til um hvort af þessu verður.

3.Endurskoðun reglna um heilsdagsvistun

Málsnúmer 1902228Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd samþykkir að fela sviðsstjóra að gera drög að nýjum (breyttum) reglum fyrir heilsdagsvistun (frístund) við grunnskóla í Sveitarfélaginu Skagafirði og leggja fyrir fræðslunefnd fyrir næsta skólaár.

4.Hádegisverður. Árskóli

Málsnúmer 1812190Vakta málsnúmer

Málið var áður á dagskrá fræðslunefndar þann 28. febrúar s.l. Nýtt minnisblað hefur verið lagt fram þar sem fram kemur að ákveðið var að fá Þórólf Sigjónsson, matreiðslumann, til að skoða og leggja mat á aðstæður í Ársölum og Árskóla til framleiðslu hádegisverðar. Að hans mati eru aðstæður góðar í Ársölum til að elda fyrir þann fjölda sem um ræðir, hvort sem er Ársali eingöngu eða Ársali og Árskóla. Aðstaða er ekki jafn góð í Árskóla. Ef elda á frá grunni í Ársölum, einnig fyrir Árskóla, er ljóst að ráðast þarf í nokkrar breytingar ef vel á að vera. Þær breytingar snúa hvoru tveggja að breytingum á innra skipulagi í eldhúsi Ársala sem og tækjum og búnaði.
Ekki er talið skynsamlegt að ráðast í þær breytingar fyrir næsta skólaár, heldur samþykkir fræðslunefnd að undirbúa málið betur, m.t.t. til þeirra breytinga sem ráðast þarf í. Fræðslunefnd samþykkir að leita eftir framlengingu samnings við Grettistak ehf. um eitt ár ellegar bjóða matarkaup út að nýju til eins árs.

5.Úttekt á grunnskólum Skagafjarðar

Málsnúmer 1808139Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar skýrsla Gunnars Gíslasonar hjá Starfsgæðum ehf. Í skýrslunni koma fram ýmsar gagnlegar ábendingar og tillögur sem getur verið góður grunnur að ákvarðanatöku um skipulag skólamála í Skagafirði til framtíðar litið. Mikilvægt er að ígrunda þær ábendingar vel og eiga samráð við hagaðila um hugsanlegar breytingar. Fræðslunefnd leggur til að stofnaður verði vinnuhópur með fulltrúum flokkanna í fræðslunefnd og byggðarráði til að fara yfir skýrsluna og meta þær tillögur sem þar koma fram.

Sigurjón Þórðarson áheyrnarfulltrúi VG og óháðra bókar;
Skýrslan er ágæt samantekt á gögnum sem getur orðið umræðuvettvangur um skólastarfið í grunnskólum Skagafjarðar. Um er að ræða samantekt úr bókhaldi Sveitarfélagsins og niðurstöðum úr samræmdum prófum, umfjöllun um innra og ytra mat á skólastarfinu, sem lágu þegar fyrir í grunnskólum Skagafjarðar auk viðtala við skólafólk. Ekki verður séð að neitt hafi verið því til fyrirstöðu að sérfræðingar á fjölskyldusviði Sveitarfélagsins hefðu sjálfir tekið saman umrædd gögn. Í skýrslunni um grunnskóla í Skagafirði kemur skýrt fram að það skorti samtal á milli skólaþjónustunnar og starfsfólks skólanna, en vinna við reglubundna úttektar- og samanburðarskýrslu gætu orðið góður vettvangur fyrir slíkt samtal.

6.Tónlistarskóli - innritunarreglur

Málsnúmer 1904181Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að innritunarreglum fyrir Tónlistarskóla Skagafjarðar. Fræðslunefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti með eftirfarandi breytingu á 1. gr. " nemendur þurfa að tilkynna fyrir áramót" í " nemendur þurfa að tilkynna fyrir 1. desember"
Nefndin felur sviðsstjóra að ganga frá reglunum.

7.Suðurleiðir skólaakstur

Málsnúmer 1904077Vakta málsnúmer

Á fundi sínum þann 5. júní 2018, samþykkti fræðslunefnd að framlengja samning um skólaakstur á Sauðárkróki við Suðurleiðir ehf. til loka skólaársins 2018-2019. Samningurinn rennur því út nú í maílok. Fræðslunefnd samþykkir að bjóða aksturinn út með breyttu fyrirkomulagi akstursins.

8.Dagsetningar samræmdra könnunarprófa í 9. bekk skólaárið 2019-2020

Málsnúmer 1904110Vakta málsnúmer

Erindi frá Mennta- og menningarmálaráðuneyti lagt fram þar sem tilkynnt er um dagsetningar fyrir samræmd könnunarpróf skólaárið 2019-2020.

9.Aðalskoðun leiksvæða 2017

Málsnúmer 1904156Vakta málsnúmer

Lagðar fram skýrslur um aðalskoðun leiksvæða leik- og grunnskóla árin 2017-2018.

Fundi slitið - kl. 18:20.