Fara í efni

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar

135. fundur 28. september 2018 kl. 16:15 - 17:15 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Laufey Kristín Skúladóttir formaður
  • Elín Árdís Björnsdóttir varaform.
  • Ragnheiður Halldórsdóttir varam.
  • Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir varam. áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Herdís Á. Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Bertína Guðrún Rodriguez sérfræðingur á fjölskyldusviði
  • Einarína Einarsdóttir áheyrnarftr. grunnsk.kennara
  • Anna Árnína Stefánsdóttir skólastjóri leikskóla
  • Guðbjörg Óskarsdóttir áheyrnarftr. foreldra grunnsk.barna
Fundargerð ritaði: Bertína G. Rodriguez sérfræðingur á fjölskyldusviði
Dagskrá
Jóhann Bjarnason sat sem áheyrnafulltrúi grunnskólans.

1.Tilmæli Persónuverndar vegna notkunar samfélagsmiðla í skóla- og frístundastarfi

Málsnúmer 1809073Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi til kynningar frá Persónuvernd um notkun samfélagsmiðla. Persónuvernd beinir þeim tilmælum til leikskóla, grunnskóla, frístundaheimila, íþróttafélaga og allra annarra opinberra aðila og einkaaðila, sem koma að starfi með börnum, að þeir noti ekki Facebook, eða sambærilega miðla, sem samskiptamiðla fyrir miðlun persónuupplýsinga um ólögráða börn, hvort heldur sem um almennar eða viðkvæmar persónuupplýsingar þeirra er að ræða. Sveitarfélagið Skagafjörður vinnur nú að innleiðingu nýrra laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga sem m.a. tekur til notkunar samfélagsmiðla. Erindinu vísað til starfshóps sveitarfélagsins um innleiðingu laganna.
Jóhann Bjarnason, Einarína Einarsdóttir, Guðbjörg Óskarsdóttir og Anna Árnína Stefánsdóttir sátu fundinn undir þessum lið.

2.Fjárhagsáætlun fjölskyldusviðs 2019

Málsnúmer 1809249Vakta málsnúmer

Lagður fram fjárhagsrammi fyrir fjárhagsáætlun ársins 2019. Erindinu vísað frá byggðarráði til umfjöllunar í nefndum.Fræðslunefnd felur sviðsstjóra að vinna að áætlun fyrir stofnanir og málaflokka 04 og leggja aftur fyrir nefndina.
Jóhann Bjarnason, Einarína Einarsdóttir, Guðbjörg Óskarsdóttir og Anna Árnína Stefánsdóttir sátu fundinn undir þessum lið.

3.Reglur vegna styrkja til náms leikskólar

Málsnúmer 1809025Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að reglum Sveitarfélagsins Skagafjarðar vegna styrkja til náms í leikskólafræðum. Nefndin samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti með þeim athugasemdum sem fram komu á fundinum og felur sviðsstjóra að leggja lokahönd á þær.
Anna Árnína Stefánsdóttir sat fundinn undir þessum lið

4.Sjálfsmatsskýrslur grunnskóalnna 2017 - 2018

Málsnúmer 1809252Vakta málsnúmer

Lagðar voru fram sjálfsmatsskýrslur grunnakólanna fyrir skólaárið 2017-2018. Sjálfsmat er unnið og kynnt í samræmi við ákvæði 36. greinar grunnskólalaga nr. 91/2008.
Jóhann Bjarnason, Einarína Einarsdóttir, Guðbjörg Óskarsdóttir og Anna Árnína Stefánsdóttir sátu fundinn undir þessum lið.

Fundi slitið - kl. 17:15.