Fara í efni

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar

115. fundur 06. september 2016 kl. 14:00 - 15:00 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Þórdís Friðbjörnsdóttir formaður
  • Guðný Hólmfríður Axelsdóttir varaform.
  • Sigurjón Þórðarson ritari
  • Sigríður Garðarsdóttir fulltrúi Akrahrepps
Starfsmenn
  • Herdís Á. Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Jóhann Bjarnason skólastjóri
  • Anna Árnína Stefánsdóttir leikskólastjóri
  • Ólafur Atli Sindrason áheyrnarftr. grunnsk.kennara
  • Selma Barðdal Reynisdóttir uppeldis- og sálfræðiráðgjafi
  • Bertína Guðrún Rodriguez verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Herdís Á Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Dagskrá

1.Ályktanir frá Félagi stjórnenda leikskóla

Málsnúmer 1608238Vakta málsnúmer

Lögð fram ályktun Félags stjórnenda í leikskólum þar sem hvatt er til að heimildarákvæði kjarasamninga stjórnenda í leikskólum til launaðs námsleyfis sé nýtt.

2.Ályktun um niðurskurð í skólum landsins - Heimili og skóli

Málsnúmer 1602234Vakta málsnúmer

Lögð fram ályktun um áhyggjur af niðurskurði í skólum landsins frá Heimili og skóla.

3.Raki og mygla í Tröllaborg, Hofsósi

Málsnúmer 1608223Vakta málsnúmer

Rætt um þær aðstæður sem upp komu fyrir um það bil tveimur vikum er mygla fannst í húsnæði leikskólans Tröllaborgar á Hofsósi. Við skoðun og greiningu kom í ljós að myglan einskorðaðist við háaloft hússins og að loknum þrifum og þéttingu loftlúgu var ákveðið í samráði við Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra að leyfa starfsemi leikskólans þar áfram. Áfram verður fylgst með og sýni tekin. Brýnt er að lagfæra húsið ásamt því að taka ákvörðun um framtíðarskipan leikskóla á Hofsósi.

4.Nemendafjöldi í skólum 2016-2017

Málsnúmer 1609005Vakta málsnúmer

Lagðar fram nemendatölur fyrir leik- grunn- og tónlistarskóla fyrir skólaárið 2016-2017. Nemendum í leikskólum fjölgar úr 222 í 239 og nemendum í grunnskólum fækkar úr 528 í 524. Skráningu í tónlistarskóla er ekki lokið en þess er vænst að þeir verði ekki færri en í fyrra.

Fundi slitið - kl. 15:00.