Fara í efni

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar

74. fundur 28. nóvember 2011 kl. 15:00 - 17:10 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Bjarki Tryggvason formaður
  • Sigríður Svavarsdóttir ritari
  • Sigríður Garðarsdóttir fulltrúi Akrahrepps
  • Bjarni Jónsson varam.
  • Hanna Þrúður Þórðardóttir varam. áheyrnarftr.
  • Herdís Á. Sæmundardóttir fræðslustjóri
Fundargerð ritaði: Herdís Á Sæmundardóttir fræðslustjóri
Dagskrá
Kl. 15:00 mættu til fundarins leikskólastjórarnir Anna Jóna Guðmundsdóttir, Anna Árnína Stefánsdóttir og Steinunn Arnljótsdóttir. Kl. 16:00 mættu grunnskólastjórarnir Ágúst Ólason, Jón R. Hilmarsson og Óskar G. Björnsson og tónlistarskólastjórinn Sveinn Sigurbjörnsson til fundarins

1.Fjárhagsáætlun fræðslusviðs 2012

Málsnúmer 1111093Vakta málsnúmer

Á fundinn mættu leik- og grunnskólastjórar ásamt tónlistarskólastjóra. Farið var yfir forsendur þeirra tillagna sem forstöðumenn setja fram í sínum áætlunum fyrir árið 2012. Stjórnendur útskýrðu sínar áætlanir og rætt var um möguleika til frekari hagræðingar.

Fundi slitið - kl. 17:10.