Fara í efni

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar

113. fundur 20. júní 2016 kl. 13:00 - 13:40 Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Þórdís Friðbjörnsdóttir formaður
  • Guðný Hólmfríður Axelsdóttir varaform.
  • Sigurjón Þórðarson ritari
  • Björg Baldursdóttir áheyrnarftr.
  • Sigríður Garðarsdóttir fulltrúi Akrahrepps
  • Gunnar M Sandholt félagsmálastjóri
Starfsmenn
  • Herdís Á. Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Ásta Björg Pálmadótttir sveitarstjóri
  • Hanna Dóra Björnsdóttir skólastjóri
  • Sveinn Sigurbjörnsson skólastjóri
Fundargerð ritaði: Herdís Á Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Dagskrá
Fundinn sátu einnig Óskar G. Björnsson, skólastjóri Árskóla og Indriði Einarsson, sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs.

1.Tónlistarnám í Árskóla

Málsnúmer 1602308Vakta málsnúmer

Kynntar voru hugmyndir að fyrirkomulagi tónlistarkennslu í Árskóla á Sauðárkróki, sjá bókun nefndarinnar frá 16. mars s.l. Ljóst er að tónlistarnám á Sauðárkróki rúmast í Árskóla og leggur fræðslunefnd til að farið verði í nauðsynlegar framkvæmdir svo hefja megi kennsluna þar í upphafi skólaárs 2016-2017.
Nefndin lýsir yfir vilja sínum til að færa kennsluna úr Borgarflöt í Árskóla og vísar greinargerð og kostnaðaráætlun til byggðarráðs.

Fundi slitið - kl. 13:40.