Fara í efni

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar

99. fundur 10. nóvember 2014 kl. 14:00 - 15:10 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Þórdís Friðbjörnsdóttir formaður
  • Guðný Hólmfríður Axelsdóttir varaform.
  • Sigurjón Þórðarson ritari
  • Björg Baldursdóttir áheyrnarftr.
  • Sigríður Garðarsdóttir fulltrúi Akrahrepps
  • Broddi Reyr Hansen áheyrnarftr. foreldra leiksk.barna
  • Jóhanna Sveinbjörg Traustadóttir áheyrnarftr. grunnsk.kennara
  • Anna Árnína Stefánsdóttir leikskólastjóri
Starfsmenn
  • Herdís Á. Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Óskar G. Björnsson grunnskólastjóri
  • Sveinn Sigurbjörnsson skólastjóri
Fundargerð ritaði: Herdís Á Sæmundardóttir fræðslustjóri
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun fræðslumála 2015

Málsnúmer 1411065Vakta málsnúmer

Farið var yfir drög að fjárhagsáætlun fyrir árið 2015. Fræðslunefnd samþykkir að vísa drögunum til byggðarráðs. Allir fulltrúar stofnana sátu fundinn undir þessum lið.

2.Gjaldskrá tónlistarskóla 2014 - afsláttur vegna verkfalls

Málsnúmer 1411080Vakta málsnúmer

Nefndin samþykkir að gjöld nemenda tónlistarskólans verði felld niður frá og með 22. október s.l. þar til verkfalli tónlistarskólakennara lýkur. Sveinn Sigurbjörnsson sat fundinn undir þessum lið.

Fundi slitið - kl. 15:10.