Fara í efni

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar

86. fundur 18. apríl 2013 kl. 13:00 - 15:45 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Bjarki Tryggvason formaður
  • Sigríður Svavarsdóttir ritari
  • Úlfar Sveinsson aðalm.
  • Sigríður Garðarsdóttir fulltrúi Akrahrepps
  • Guðni Kristjánsson áheyrnarftr.
  • Hanna Þrúður Þórðardóttir áheyrnarftr.
  • Herdís Á. Sæmundardóttir fræðslustjóri
  • Jóhann Bjarnason grunnskólastjóri
Fundargerð ritaði: Herdís Á Sæmundardóttir fræðslustjóri
Dagskrá
Eyjólfur Þórarinsson og Þórður Karl Gunnarsson frá verkfræðistofunni STOÐ ehf og Indriði Einarsson,sviðsstjóri veitu og framkvæmdasviðs, sátu fundinn undir lið 3.

1.Samningur vegna styrks úr Endurmenntunarsjóði grunnskóla

Málsnúmer 1210254Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri kynnti að sveitarfélagið hefði hlotið styrk úr Endurmenntunarsjóði grunnskóla, að upphæð kr. 315.000 krónur, til að halda námskeiðið ,,Kennarar í takt við tækniþróun" fyrir kennara í grunnskólum Skagafjarðar.

2.Skipulag skólahalds austan Vatna

Málsnúmer 1301180Vakta málsnúmer

Grunnskólinn austan Vatna - tillaga formanns fræðslunefndar.

Undirritaður, formaður fræðslunefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar, leggur til eftirfarandi:
Skólaárið 2013-2014 verði skólahald austan Vatna óbreytt frá því sem nú er. Áfram verði þó leitað allra leiða til að hagræða í rekstrinum eins og mögulegt er.
Greinargerð:
Ljóst er að þær tilraunir sem gerðar hafa verið til að reyna að ná einhug meðal foreldra og starfsmanna um aðgerðir til breytinga á skólahaldi austan Vatna hafa ekki gengið eftir.
Það er á hinn bóginn eindreginn vilji fulltrúa Framsóknarflokksins í sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að ná fram hagræðingu í starfsemi skólans og færa fjárhagslegt rekstrarumhverfi hans til hagstæðari vegar en nú er en án þess að faglegt og félagslegt umhverfi nemendanna skerðist.
Til framtíðar litið þarf að bæta húsnæði fyrir skólastarf á Hofsósi. Leikskólinn mætir illa þeim kröfum sem gerðar eru til húsnæðis fyrir yngstu íbúana og verkgreinastofur eldri barna grunnskólans sem og aðstaða til íþróttakennslu uppfylla illa kröfur um gerð og búnað skólahúsnæðis.
Vilji fulltrúa Framsóknarflokksins er - og hefur alltaf verið - að skapa skólahaldi austan Vatna innra sem ytra umhverfi sem stenst samanburð við aðra skóla í héraðinu. Í því sambandi er mikilvægt að skoða vel möguleika á að í framtíðinni verði leikskóli, grunnskóli og tónlistarskóli í einu húsnæði á Hofsósi líkt og er á Hólum og Sólgörðum.
Til að ofangreint geti orðið að veruleika þarf að vinna áfram að endurskipulagningu skólastarfs og ná fram fjárhagslegri hagræðingu svo unnt sé að leggja í fjárfestingar á endurbótum húsnæðis og endurnýjun búnaðar.

Bjarki Tryggvason, formaður fræðslunefdar Sveitarfélagsins Skagafjarðar.

Tillagan samþykkt samhljóða.

3.Skólaakstur - útboð

Málsnúmer 1209235Vakta málsnúmer

Fulltrúar frá STOÐ ehf og sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs komu á fundinn og kynntu gögn sem liggja til grundvallar útboði á skólaakstri sem fram á að fara síðar í vor.

Fundi slitið - kl. 15:45.