Fara í efni

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar

28. fundur 29. október 2007
Fræðslunefnd SkagafjarðarT
Fundur 28 - 29.10. 2007
 
Ár 2007, mánudaginn 29. október kom Fræðslunefnd saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 16:00. Mættir: Sigurður Árnason, Helgi Thorarensen og Sigríður Svavarsdóttir. Fundinn sátu einnig áheyrnarfulltrúar leikskólans, Kristrún Ragnarsdóttir og Dagbjört Rós Hermundsdóttir, undir lið 1 til 3. Skólastjórnendur Tónlistarskólans Sveinn Sigurbjörnsson, Anna K. Jónsdóttir og Stefán Gíslason sátu fundinn undir lið 4.  Jón Hilmarsson og Þóra Björk Jónsdóttir sátu fundinn undir 6. lið. Rúnar Vífilsson fræðslustjóri sat einnig fundinn og ritaði fundargerð.
 
Dagskrá:
Leikskólamál:
1.      Skipulag leikskólamála á Sauðárkróki
2.      Leikskólagjöld
3.      Önnur mál
Tónlistarskólamál:
4.      Málefni Tónlistarskóla
Önnur skólamál:
5.      Fjárhagsáætlun, fyrstu drög
6.      Skólastefna


Afgreiðslur:
  1. Skipulag leikskólamála á Sauðárkróki. Lagðar fram tillögur starfshóps um skipulag leikskólamála á Sauðárkróki. Starfshópinn skipuðu þær Kristrún Ragnarsdóttir, Aðalbjörg Þorgrímsdóttir, Herdís Jónsdóttir og Ragnheiður Rúnarsdóttir. Með starfshópnum vann  Rúnar Vífilsson fræðslustjóri. Helstu tillögur starfshópsins eru að aldurskipta leikskólanemendum. Þrír elstu árgangarnir verði í nýja leikskólanum en þeir tveir yngstu á Glaðheimum. Einn leikskólastjóri verði yfir sameinaðri stofnun, tveir aðstoðarskólastjórar án deildarstjórnar og allt að 9 deildarstjórar. Starfsmenn flytjist með börnunum á milli húsa eftir því sem nauðsyn krefur. Fullbúið eldhús verði í báðum húsum en ræsting keypt að.
Fræðslunefnd samþykkir að leikskólarnir á Sauðárkróki verði sameinaðir undir eina stjórn og að nemendum verði skipt eftir aldri. Fræðslunefnd þakkar starfshópnum fyrir vel unnin störf.
  1. Leikskólagjöld. Fræðslunefnd samþykkir eftirfarandi lækkun á vistunargjöldum í leikskólum, sem taki gildi 1. janúar 2008: Systkinaafsláttur fyrir annað barn hækki í 50#PR og afsláttur fyrir þriðja barn og fleiri verði 100#PR. Vísað til Byggðarráðs.  
  2. Önnur mál. Rætt um TV – bókun í samningi leikskólakennara og Launanefndar sveitarfélaga. Um er að ræða möguleika á tímabundnum viðbótargreiðslum vegna ákveðinna verkefna.
  3. Málefni Tónlistarskólans. Lögð fram tillaga frá stjórnendum Tónlistarskólans um breytingar á skipulagi söngdeildarinnar frá og með næstu áramótum. Samkvæmt tillögunni verður söngnámi skipt upp í Almenna deild, Áfangadeild og Mið- & framhaldsdeild. Breytingin felur í sér að söngnámið er fært til þess skipulags sem er á hljóðfæranámi í Tónlistarskólanum og tekið var upp í haust. 
Jafnframt er lagt til að gjaldskrá fyrir söngnám verði sem hér segir: Almenn deild 35.000 kr. á ári, Áfangadeild 60.000 kr. á ári  og Mið- og framhaldsdeild 70.000 kr. á ári. Fræðslunefnd samþykkir tillögurnar. Gjaldskrárbreytingu vísað til Byggðarráðs.
  1. Fjárhagsáætlun, fyrstu drög. Farið yfir fyrstu drög að fjárhagsáætlun fyrir árið 2008.  
  2. Skólastefna. Farið yfir og endurskoðuð þau markmið  sem unnið var með á síðasta fundi um skólastefnuna.
 
Upplesið og staðfest rétt bókað. Fleira ekki gert, formlegum fundi slitið kl. 18.10