Fara í efni

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar

21. fundur 03. maí 2007
TFræðslunefnd SkagafjarðarT
Fundur 21 - 3.05. 2007
 
Ár 2007, fimmtudaginn 3. maí kom Fræðslunefnd saman til fundar á Kaffi Krók á Sauðárkróki kl. 16:00. Mættir: Sigurður Árnason, Helgi Thorarensen og Sigríður Svavarsdóttir. Fundinn sátu einnig áheyrnarfulltrúar leikskólanna undir  lið 1 - 7, Kristrún Ragnarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra og Dagbjört Rós Hermundsdóttir fulltrúi starfsmanna. Þá sátu áheyrnarfulltrúar grunnskólanna, Jóhann Bjarnason fulltrúi skólastjóra, Sigrún Benediktsdóttir og Konráð Gíslason kennarafulltrúar undir lið 6. – 11. Rúnar Vífilsson fræðslustjóri sat einnig fundinn og ritar fundargerð.
 
Dagskrá:
Leikskólamál
1.      Tillaga um lækkun leikskólagjalda, frá sveitarstjórn 22. mars
2.      Málefni Glaðheima
3.      Málefni Birkilundar
4.      Skóladagatal leikskólanna 2007 – 2008.
5.      Önnur mál.
Leikskóla- og grunnskólamál
6.      PMT - kerfið
7.      Talmeinafræðingur
Grunnskólamál
8.      Skóladagatöl grunnskólanna 2007 – 2008.
9.      Grunnskólinn Hofsósi, leigusamningur við Höfðaborg
10.  Skólahald í Akrahreppi
11.  Önnur mál.
 
 
Afgreiðslur:
1.      Tekin fyrir tillaga um lækkun leikskólagjalda sem send var frá sveitarstjórn þann 22. mars. Fræðslustjóra falið að taka saman upplýsingar um systkinaafslætti í samræmi við það sem rætt var á fundinum.
 
2.      Fram kom að það höfðu farið fram leikskólastjóraskipti á Glaðheimum. Helga Sigurbjörnsdóttir hefur látið af störfum eftir 30 ára starf sem leikskólastjóri. Við hennar störfum hefur tekið til bráðabrigða Aðalbjörg Þorgrímsdóttir. Rætt um framtíðarskipulag leikskólanna á Sauðárkróki. Þá var einnig rætt um girðinguna utan um skólalóðina á Glaðheimum. Fram kom að hún væri farin að gefa sig. Fræðslustjóra falið að taka erindið upp á framkvæmdaráðsfundi.
 
3.      Upp hafa komið vandamál vegna biðlista við Birkilund. Fræðslustjóra og leikskólastjóra falið að finna leiðir til lausnar og leggja fyrir næsta fund.
 
4.      Skóladagatöl í leikskólum. Fram kom að leikskólarnir þurfa tvo daga sameiginlega með grunnskólunum í Skagafirði yfir veturinn. Ákveðið að leikskólastjórar leggi fram drög að skóladagatali fyrir næsta fund nefndarinnar.
 
5.      Engin önnur mál.
 
6.      Fræðslustjóri kynnti PMT – kerfið fyrir fundarmönnum. Hér er kerfi sem byggir á jákvæðum stuðningi við hegðun nemenda. Það hefur verið kynnt leikskólastjórum og skólastjórum grunnskólanna. Þeir tóku vel í þessar hugmyndir. Enn á eftir að kynna hugmyndina betur í skólunum.
 
7.      Fræðslustjóri kynnti hugmyndir um fyrirhugaðar breytingar á stöðu talmeinafræðings. Málið hefur verið kynnt skólastjórum leik- og grunnskóla. Fræðslustjóra falið að vinna málið áfram.
 
8.      Lögð voru fram drög að skóladagatölum grunnskólanna fyrir starfsárið 2007 – 2008. Fræðslustjóra falið að koma athugasemdum Fræðslunefndar áfram til skólastjóra.
 
9.      Rætt um leigusamning milli Grunnskólans Hófsósi og félagsheimilisins Höfðaborgar. Ekki hafði verið gengið formlega frá samningnum. Formanni Fræðslunefndar og fræðslustjóra falið að ganga frá nýjum samningi.
 
10.  Upplýsingar hafa borist um það eftir óformlegum leiðum að Akrahreppur hafi tekið um það formlega ákvörðun í desember að leggja Grunnskóla Akrahrepps niður endanlega.
11.  Engin önnur mál.
 
Upplesið og staðfest rétt bókað. Fleira ekki gert, formlegum fundi slitið kl. 17.50.