Fara í efni

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar

16. fundur 28. febrúar 2007
TFræðslunefnd SkagafjarðarT
Fundur 16 - 28.02. 2007
 
Ár 2007, miðvikudaginn 28. febrúar kom Fræðslunefnd saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 15:00. Mættir: Sigurður Árnason, Helgi Thorarensen og Sigríður Svavarsdóttir. Fundinn sátu einnig áheyrnarfulltrúar leikskólanna undir  lið 1, Kristrún Ragnarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Dagbjört Rós Hermundsdóttir fulltrúi starfsmanna og Ragnheiður Ósk Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi foreldra. Þá sat sérkennsluráðgjafi Fjölskylduþjónustunnar Þóra Björk Jónsdóttir og Jón Hilmarsson skólastjóri fundinn undir lið 2. Rúnar Vífilsson fræðslu- og íþróttafulltrúi sat einnig fundinn og ritar fundargerð.
 
Dagskrá:
Leikskólamál
1.      Sumarlokanir leikskóla
 
Skólamál – almennt
2.      Skólastefna
 
 
Afgreiðslur:
1.      Fræðslunefnd samþykkir að sumarlokanir á Birkilundi og Tröllaborg verði óbreyttar frá fyrra ári. Á Glaðheimum verði leikskólanum lokað frá 9. – 20. júlí og Furukoti verði lokað frá 23. – 6. ágúst. Foreldrar þurfa að taka 4 vikna frí fyrir börn sín en geta valið um hvort þau taka tvær vikur fyrir lokun, tvær vikur eftir lokun eða eina viku sitt hvorum megin við lokun leikskóla.
2.      Unnið að skólastefnu. Jón Hilmarsson lagði fram drög að hlutverkum og framtíðarsýn. Drög rædd og ákveðið að taka þau aftur fyrir á næsta fundi nefndarinnar.
 
Upplesið og staðfest rétt bókað. Fleira ekki gert, formlegum fundi slitið kl. 16.45.