Fara í efni

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar

4. fundur 31. ágúst 2006
 
Fræðslunefnd Skagafjarðar
Fundur 4 - 31.08. 2006
 
Ár 2006, fimmtudaginn 31. ágúst kom Fræðslunefnd saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 16:00.
Mættir: Sigurður Árnason, Helgi Thorarensen og María Lóa Friðjónsdóttir. Einnig sátu fundinn skólastjórar leikskólanna Glaðheima, Furukots og Birkilundar og Tónlistarskólans.  Einnig sat fundinn Svanhildur Guðmundsdóttir áheyrnarfulltrúi foreldra, Sigríður Halldóra Sveinsdóttir áheyrnarfulltrúi starfsmanna, Gunnar Sandholt sviðsstóri fjölskyldusviðs og  Rúnar Vífilsson, fræðslu- og íþróttafulltrúi sem ritaði fundargerð.
 
 
Dagskrá:
Grunnskólamál:
  1. Innritunarreglur í Árvist
 
Leikskólamál:
2.      Viðræður við skólastjóra leikskólanna í Skagafirði
3.      Önnur mál
 
Tónlistarskólamál:
4.   Greiðslur vegna tónlistarnáms í öðrum sveitarfélögum
5.   Viðræður við skólastjóra Tónlistarskólans
6.   Önnur mál.
 
Afgreiðslur:
1.      Fræðslufulltrúi lagði fram endurskoðaðar innritunarreglur fyrir Árvist. Skólastjóri Árskóla og forstöðumaður Árvistar höfðu yfirfarið reglurnar og lagt til lítilsháttar breytingar á 7. greininni. Lagt er til að eftirfarandi detti út: “að því tilskyldu að þeirra hafi verið óskað með minnst viku fyrirvara.” og í staðinn komi setningin: “ og þarf að vera búið að tilkynna breytingarnar fyrir 15. hvers mánaðar. “Fræðslunefnd samþykkir áorðnar breytingar.
 
2.      Skólastjórar leikskólanna gerðu grein fyrir stöðunni hjá hverjum skóla fyrir sig nú í skólabyrjun og bentu á ýmis mál sem taka þarf ákvarðanir um eða leggja línur um í framtíðinni.
 
3.      Engin önnur mál.
 
4.      Lagðar fram til umræðu reglur nokkurra sveitarfélaga varðandi nemendur sem óska eftir að stunda tónlistarnám í öðrum sveitarfélögum.
 
5.      Skólastjóri Tónlistarskólans mætti á fundinn og gerði grein fyrir starfinu í skólanum nú í upphafi skólaárs.
 
6.      Engin önnur mál.
 
Upplesið og staðfest rétt bókað. Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18.35.