Fara í efni

Félagsmálanefnd

93. fundur 29. apríl 2002 kl. 15:00 - 16:25 Ráðhús, 550 skr.

Árið 2002, mánudaginn 29. apríl kom félagsmálanefnd saman til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki kl. 1500.

Mætt voru: Elinborg Hilmarsdóttir, Trausti Kristjánsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Ásdís Guðmundsdóttir.  Sólveig Jónasdóttir boðaði forföll en ekki náðist í varamann.

Auk þeirra Gunnar M. Sandholt., félagsmálastjóri og Árdís Antonsdóttir félagsráðgjafi, sem ritaði fundargerð.

 

Dagskrá:

  1. Húsnæðismál.
  2. Trúnaðarmál.
  3. Aksturskostnaður vegna heimaþjónustu.
  4. Daggæsla barna á einkaheimilum.
  • Endurnýjun á leyfi.
  • Kynnt drög að upplýsingahefti til dagmæðra og almennings.
  • Kynntar upplýsingar úr Skagafirði, sbr. könnun félagsmálaráðuneytis.
  • Reglur um niðurgreiðslu, tillaga að breytingu.

   5. Lagt fram yfirlit um rekstrarstöðu eftir fyrsta ársfjórðung 2002.

   6. Önnur mál

 

 

AFGREIÐSLUR:

1. Húsnæðismál.

  • Félagsmálanefnd samþykkir innlausn á félagslegri eignaríbúð að Sætúni 6, Hofsósi.

2. Trúnaðarmál engin.

3. Lagðar fram tillögur Gunnars Sandholts, félagsmálastjóra, varðandi greiðslu fyrir akstur í heimaþjónustu.  Félagsmálanefnd staðfestir fyrir sitt leyti viðmiðunarreglur félagsmálastjóra.  Ásdís Guðmundsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu málsins.

4. Daggæsla á einkaheimilum:

  • Endurnýjun á leyfi:

Guðrún Gunnsteinsdóttir, kt. 260449-2499, Stóru-Gröf syðri, 551 Sauðárkróki,  óskar eftir endurnýjuðu leyfi og hefur skilað inn gögnum þar að lútandi.  Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.  Umsókn samþykkt.

  • Kynnt drög að upplýsingabæklingi til dagmæðra og almennings.
  • Lögð fram samantekt Árdísar Antonsdóttur, félagsráðgjafa, varðandi helstu niðurstöður dagmæðrakönnunar.
  • Lagðar fram tillögur félagsmálastjóra að breytingum á reglum vegna niðurgreiðslu á daggæslu í heimahúsum.  Félagsmálanefnd samþykkir tillögurnar og vísar þeim til Byggðarráðs.

5. Yfirlit um rekstrarstöðu eftir fyrsta ársfjórðung 2002 kynnt og rætt.

6. Önnur mál.

  • Ákveðið að félagsmálanefnd fari á fund eldri borgara þann 13. maí n.k. í Ljósheimum.
  • Samþykktar orðalagsbreytingar í samningi milli Ljósheima og Félagsþjónustunnar.

 

Næsti fundur áætlaður 13. maí 2002.

Fundargerð upplesin. Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 16.25

Árdís Freyja Antonsdóttir, ritari.