Fara í efni

Félagsmálanefnd

67. fundur 20. mars 2001 kl. 13:15 - 15:10 Skrifstofa Skagafjarðar

Árið 2001, þriðjudaginn 20. mars kom félagsmálanefnd saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 13,15.

Mætt voru: Elinborg Hilmarsdóttir, Ingibjörg Hafstað, Ásdís Guðmundsdóttir, og Trausti Kristjánsson. Auk þeirra Elsa Jónsdóttir, Árdís Antonsdóttir og  Gunnar M. Sandholt starfsmenn nefndarinnar. 

Dagskrá:

  1. Húsnæðismál.
  2. Trúnaðarmál.
  3. Umsókn um leyfi til daggæslu barna.
  4. Heimaþjónusta í Skagafirði.
  5. Önnur mál
     

Afgreiðslur:

1. Húsnæðismál.

  • Innlausnir á íbúðum í Grenihlíð 26, Kvistahlíð 19 og Jöklatúni 8, sjá innritunarbók.
  • Tilboð í íbúð á Jöklatúni 7, ákveðið að gera gagntilboð, sjá innritunarbók.
  • Ein umsókn um viðbótarlán samþykkt, sjá innritunarbók.
  • Íbúðir leigðar á Skógargötu 2, Grenihlíð 26 og Víðimýri 10, sjá innritunarbók.

Elsa vék af fundi. 

2. Trúnaðarmál – sjá trúnaðarbók.

3. Umsókn Guðrúnar Brynju Guðsteinsdóttur um leyfi til daggæslu barna.  Umsókn hennar samþykkt.

4. Heimaþjónusta í Skagafirði.  Þórunn Elfa Guðnadóttir umsjónarmaður heima­þjónustu mætir á fundinn.  Þórunn Elfa kynnir stöðu heimaþjónustu í Skagafirði, m.a. fjölda þjónustuþega og skiptingu þeirra milli svæða í sveitarfélaginu.  Einnig fjölda þeirra sem fá heimsendan mat, en sú þjónusta miðast eingöngu við Sauðárkrók.  Þá kynnti hún staðreyndir varðandi akstur vegna heimaþjónustu í dreifbýli og kostnað við hann.  Þórunn Elfa lagði einnig fram skýrslu um fjölda starfsfólks og starfshlutföll þeirra.  Að síðustu voru kynnt eyðublöð varðandi umsókn um félagslega heimaþjónustu og varðandi þjónustusamning um félagslega heimilisþjónustu.

Elínborg vék af fundi undir lið 4.

5. Önnur mál

Næsti fundur nefndar verður þriðjudaginn 3. apríl kl. 13.15.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 15.10

Árdís Antonsdóttir, ritari. 

Ásdís Guðmundsdóttir                                  

Trausti Kristjánsson

Elinborg Hilmarsdóttir                       

Ingibjörg Hafstað