Fara í efni

Félagsmálanefnd

49. fundur 20. júlí 2000 kl. 14:00 Stjórnsýsluhús

Árið 2000, fimmtudaginn 20. júlí kl. 1400 kom félagsmálanefnd saman til fundar í Stjórnsýsluhúsinu á Sauðárkróki.

Mætt:  Elinborg Hilmarsdóttir, Trausti Kristjánsson, Sólveig Jónasdóttir, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Ásdís Guðmundsdóttir.

Auk þeirra:  Elsa Jónsdóttir og Guðbjörg Ingimundardóttir.

           

DAGSKRÁ:

  1. Þriggja ára áætlun félagslegra íbúða.
  2. Þriggja ára áætlun sveitarsjóðs.
  3. Trúnaðarmál.
  4. Önnur mál.

 

AFGREIÐSLUR:

1. Þriggja ára áætlun félagslegra íbúða vísað til Byggðaráðs og síðari umræðu í sveitastjórn.

2. Þriggja ára áætlun sveitarsjóðs.

Félagsmálanefnd áréttar að félagsmálanefnd var ekki höfð með í vinnslu þriggja ára áætlunar.  Félagsmálanefnd vekur athygli á að frumvarp til nýrra laga um félagsþjónustu liggur fyrir.  Áætlað er að lög þessi taki gildi í janúar 2002.  Þar er gert ráð fyrir auknum verkefnum félagsmálanefnda m.a. málefnum fatlaðra.  Félagsmálanefnd Skagafjarðar hefur nú þegar tekið við þjónustu við fatlaða að hluta til.  Með tilliti til aukins vægis félagsmálanefndar er mikilvægt að hafa það í huga þegar umræða um fækkun í nefndum hefst.

3. Að öðru leiti samþykkir félagsmálanefnd þriggja ára áætlun.

4. Trúnarðarmál (sjá trúnaðarbók)

5. Önnur mál. Engin.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið.

Elinborg Hilmarsdóttir                                 

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir

Sólveig Jónasdóttir                                       

Ásdís Guðmundsdóttir

Trausti Kristjánsson.