Fara í efni

Félagsmálanefnd

46. fundur 20. júní 2000 kl. 13:15 Stjórnsýsluhús

Árið 2000 þriðjudaginn 20. júní kl. 1315 kom félagsmálanefnd saman til fundar í Stjórnsýsluhúsinu á Sauðárkróki.

Mætt: Elinborg Hilmarsdóttir, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Helgi Sigurðsson og Ásdís Guðmundsdóttir.

Auk þess Starfsmenn nefndarinnar Guðbjörg Ingimundardóttir, Árdís Antonsdóttir og Elsa Jónsdóttir.

 

DAGSKRÁ:

  1. Húsnæðismál.
  2. Trúnaðarmál.
  3. Umsókn um leyfi til daggæslu.
  4. Tilnefning í þjónustuhóp aldraðra.
  5. Önnur mál.

 

AFGREIÐSLUR:

1. Húsnæðismál.

a) Svarbréf Elsu Jónsdóttur til Rúnars Guðmundssonar lagt fram, Helgi Sigurðsson sat hjá við umræðu.

b) Samþykkt að vísa reikningum félagslegra íbúða til byggðaráðs og annarar umræðu í sveitastjórn

c) Innlausn íbúðar á Skógargötu 2 – sjá innritunarbók.

d) Leiga á íbúðum, Víðimýri 6 og Grenihlíð 26 – sjá innritunarbók.

e) Lögð fram skýrsla Félagsmáalaráðuneytis um könnun á þörf fyrir leiguhúsnæði.

f) Samþykkt að auglýsa Kvistahlíð 11 til sölu.

Elsa Jónsdóttir vék nú af fundi.

2. Trúnaðarmál.- sjá trúnaðarbók.

3. Umsókn um leyfi til daggæslu barna, Halldóra Pálmarsdóttir. Samþykkt að veita Halldóru Björk Pálmarsdóttur leyfi til að gæta allt að fjögurra barna samkvæmt reglum Veitt er undanþága frá námskeiði. Leyfið gildir í 2 ár.

4.

a) Bréf frá héraðslækni Norðurlands þar sem hann tilnefnir í þjónustuhóp aldraðra Þorstein Þorsteinsson heilsugæslulækni og Guðrúnu Jóhannsdóttur, hjúkrunarfræðing.

b) Borist hefur bréf frá félagi eldri borgara þar sem Guðmundur Márusson er tilnefndur í þjónustuhóp aldraðra.

5. Önnur mál.

a) Félagsmálanefnd vekur athygli á að þann 19. júní sl. voru 85 ár liðin síðan konur fengu kosningarétt á Íslandi.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið

Ásdís Guðmundsdóttir                     

Helgi Sigurðsson

Grét Sjöfn Guðmundsdóttir             

Elinborg Hilmarsdóttir