Fara í efni

Félagsmálanefnd

42. fundur 25. apríl 2000 kl. 13:15 Stjórnsýsluhús

Félagsmálanefnd Skagafjarðar kom saman til fundar í Stjórnsýsluhúsinu þriðjudaginn 25. apríl 2000 kl. 13.15.

Mættir: Ásdís Guðmundsdóttir, Trausti Kristjánsson, Helgi Sigurðsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Elínborg Hilmarsdóttir. Auk þeirra starfsmenn nefndarinnar Guðbjörg Ingimundardóttir og Elsa Jónsdóttir.

 

DAGSKRÁ:

  1. Húsnæðismál.
  2. Reglur um niðurgreiðslu.
  3. Trúnaðarmál.
  4. Starfsmannamál.
  5. Önnur mál.

 

AFGREIÐSLUR:

 

  1. Húsnæðismál:
    1. Kauptilboð hefur borist í Jöklatún 12 að upphæð kr. 6.300.000.-. Ákveðið að gera gagntilboð upp á kr. 6.600.000.-
    2. Afgreitt viðbótarlán ( sjá innritunarbók).
    3. Innlausn íbúðar Kvistahlíð 11 ( sjá innritunarbók.).
    4. Reglur um daggæslu. Umræða um reglurnar, óskað eftir að félagsmálastjóri reikni út kostnaðinn sem gæti orðið af nýjum reglum.
    5. Starfsmannamál í Dagvist, fyrir liggur endurskipulaggning. Félagsmálastjórn vinni áfram með málið.
    6. Trúnaðarmál. – sjá trúnaðarbók.
    7. Önnur mál.

Ásdís Guðmundsdóttir óskar eftir að fá yfirlit frá félagsmálastjóra um rekstur Iðjunar, fjárhagsáætlun ofl. fyrir árið 2000. Hún vill fá að vita hvernig starfsemin hefur þróast frá yfirtökunni. Einnig vill hún fá að vita um starfsmannamál og stöðugildi.

Komið hefur í ljós að Skagafjörður er í mínus en önnur sveitarfélög hafa haldið áætlun.

Félagsmálastjóri mun svara á næsta fundi.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið.

Elinborg Hilmarsdóttir                      

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir

Trausti Kristjánsson                          

Helgi Sigurðsson

Ásdís Guðmundsdóttir