Fara í efni

Félagsmálanefnd

39. fundur 14. mars 2000 kl. 13:15 Stjórnsýsluhús

Árið 2000, þriðjudaginn 14. mars kom Félagsmálanefnd Skagafjarðar saman til fundar í Stjórnsýsluhúsinu kl. 1315.

Mættir: Trausti Kristjánsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Sólveig Jónasdóttir og Helgi Sigurðsson.  Auk þeirra starfsmenn nefndarinnar Árdís Antonsdóttir og Guðbjörg Ingimundardóttir.

 

DAGSKRÁ:

  1. Trúnaðarmál (sjá trúnaðarbók).
  2. Reglur um endurgreiðslu dagvistar í heimahúsi.
  3. Önnur mál.

 AFGREIÐSLUR:

1. Trúnaðarmál (sjá trúnaðarbók).

2. Reglur um endurgreiðslu dagvistunar í heimahúsi. Umræður um reglurnar. Lagðar verða fram tillögur á næsta fundi.

3. Önnur mál.  Félagsmálastjóri lagði fram bréf frá Heilbrigðisráðuneytinu þar sem veitt er leyfi fyrir dagvistun aldraðra í Skagafirði. Mikil ánægja með þessi 4 dagvistarrými frá og með 1. mars 2000. Að fundi loknum fór félagsmálanefnd í heimsókn í Freyjugötu 18.

Fleira ekki gert, fundi slitið.

Elinborg Hilmarsdóttir

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir

Trausti Kristjánsson

Helgi Sigurðsson

Sólveig Jónasdóttir