Fara í efni

Félagsmálanefnd

23. fundur 08. júní 1999 kl. 12:30 Stjórnsýsluhús

Ár 1999, þriðjudaginn 8. júní kl. 12.30.

Félagsmálanefnd Skagafjarðar kom saman til fundar í Stjórnsýsluhúsinu á Sauðárkróki.

Mætt voru: Elinborg Hilmarsdóttir, Sólveig Jónasdóttir, Guðrún Sölvadóttir, Ásdís Guðmundsdóttir og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir.

Auk þeirra starfsmenn nefndarinnar, Árdís Antonsdóttir og Guðbjörg Ingimundardóttir sem ritar fundargerð, Elsa Jónsdóttir mætti á fundinn.

 

Dagskrá:

1. Húsnæðismál.

2. Trúnaðarmál.

3. Sumarstarf með fötluðum.

4. Önnur mál.

5. Heimsókn í Iðju kl. 14.00

 

Afgreiðslur:

1. Húsnæðismál.

a. Víðimýri 6 - 2132476 - sjá innritunarbók.

Elsa Jónsdóttir vék af fundi.

2. Trúnaðarmál. - sjá trúnaðarbók..

3. Sumarstarf með fötluðum.

Félagsmálanefndin tekur jákvætt í þær hugmyndir sem lagðar eru fram frá Karli Lúðvíkssyni. Nefndarmenn óska eftir skýrari tillögum um kostnað og fela starfsmönnum að ganga til viðræðna við Karl, þar sem útfærsla verði gerð á framhaldinu.

4. Önnur mál.

a. Sumarfrí félagsmálanefndar verður frá 22. júní 1999. Nefndin veitir starfsmönnum umboð í einföldum málum.

b. Starfsmönnum félagsmálanefndar falið að hafa samband við S.S.N.V.og óska eftir því að haldið verði námskeið um nýju húsnæðislöginn.

c. Heimsókn í Iðjuna, af því tilefni ákveðið að færa þeim 15.000.kr. til ráðstöfunar.

5. Heimsókn í Iðjuna.


Fleira ekki gert

Fundi slitið.

Guðbjörg Ingimundardóttir, ritari

Elinborg Hilmarsdóttir                      

Sólveig Jónasdóttir                                       

Ásdís Guðmundsdóttir                   

Guðrún Á.Sölvadóttir

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir