Fara í efni

Félagsmálanefnd

22. fundur 11. maí 1999 kl. 12:30 Stjórnsýsluhús

Árið 1999 þriðjudaginn 11. maí kl. 12.30 kom félagsmálanefnd Skagafjarðar saman til fundar í Stjórnsýsluhúsinu á Sauðárkróki.

Mættir eru: Ásdís Guðmundsdóttir, Ingibjörg Hafstað, Helgi Sigurðsson, Trausti Kristjánsson og Elinborg Hilmarsdóttir.

Auk þeirra: Sigríður Sigurjónsdóttir, Árdís Antonsdóttir og Guðbjörg Ingimundardóttir sem ritar fundargerð.

 

DAGSKRÁ:

1. Ársskýrsla sálfræðings.

2. Vinnulok Sigríðar Sigurjónsdóttur sálfræðings.

3. Húsnæðismál.

4. Fötlunarmál.- Leikfangasafn.

5. Trúnaðarmál.

6. Opnun gæsluvalla  í Skagafirði.

7. Önnur mál.

 

AFGREIÐSLUR:

1. Ársskýrsla sálfræðings:

Umræða um þá þjónustu sem verið hefur hér í Skagafirði. Menn sammála um að sveitarfélagið hefur veitt góða þjónustu. 

2. Vinnulok Sigríðar Sigurjónsdóttur sálfræðings.

Formaður félagsmálanefndar þakkaði Sigríði samstarf og vel unnin störf.

Ákveðið að formaður og félagsmálastjóri gangi til samninga við Sigríði um verkefni fyrir sálfræðiþjónustuna.

3. Húsnæðismál:

Elsa Jónsdóttir kom á fundinn

a. 1. Umsókn um viðbótarlán, - sjá innritunarbók.

    2. Umsókn um viðbótarlán, - sjá innritunarbók.

b. Sala á Víðigrund 28 nr. 213-2421 - sjá innritunarbók.

c. Endurbætur á stigagangi í Víðimýri 4-6.

Málning kr. 350.000.- fyrir báða stigaganga kaup og lagning á dúk kr. 900.000.-

Ákveðið að senda út bréf til allra íbúa og ítreka bætta umgengni. Ef fólk þrífur ekki þá þarf viðkomandi að greiða fyrir þrif.

Ákveðið að semja við einn leigjanda um að hafa umsjón með stigagangi. Gerð verði tilraun í eitt ár greiðslan verði kr.6.000.- á mánuði fyrir einn stigagang.

d. Leiga á Víðimýri 4 íbúð 213-2472 - sjá innritunarbók. 

4. Fötlunarmál.   Helgi Sigurðsson vék af fundi.

Kristrún Ragnarsdóttir starfsmaður leikfangasafns, mætti fyrir nefndina til að kynna sig, hún boðin velkomin til starfa. Nefndarmenn lögðu fram spurningar fyrir Kristrúnu. Félagsmálanefnd veitir starfsmönnum svigrúm til að þróa leikfangasafn.

5. Trúnaðarmál. - sjá Trúnaðarbók.

6. Opnun gæsluvalla í Skagafirði:

a. Félagsmálanefnd samþykkir að starfræktur verði gæsluvöllur í 3 mánuði í Fljótum. Félagsmálastjóra falið að opna gæsluvöllin í samvinnu við heimamenn.

b. Félagsmálanefnd Skagafjarðar samþykkir að bjóða upp á lengingu opnunartíma, þann tíma sem leikskólar eru lokaðir á Sauðárkróki.

c. Félagsmálanefnd Skagafjarðar samþykkir að fela félagsmálastjóra að skoða hvort þörf er á opnun gæsluvalla á Hofsósi og í Varmahlíð.

7. Önnur mál.

a. Umsókn um lagfæringar og leyfi til byggingar skjólveggs að Laugartúni 7. Málinu vísað frá og formanni félagsmálanefndar falið að skoða úrlausn þessa máls.

b. Ingibjörg Hafstað hóf máls á þörf fyrir kynningu á félagsþjónustu í Skagafirði. Fullur vilji frá hendi starfsmanna, en ekki unnist tími.

c. Umsókn um styrk til útgáfu Félagsráðgjafablaðs. Samþykkt að styrkja blaðið um 10.000.-kr.

d. Bréf frá Gunnari Sigurðssyni varðandi verkefni til Iðjunar. Unnið að því að taka við samsetningarverkefni frá ClicOn.

Annað verkefni hugsanlegt. Félagsmálastjórn leitar eftir frekari upplýsingum um það verkefni sem Gunnar Sigurðsson er með á eigin vegum.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið.

Guðbjörg Ingimundardóttir

Elínborg Hilmarsdóttir                      

Ásdís Guðmundsdóttir

Ingibjörg Hafstað                             

Trausti Kristjánsson

Helgi Sigurðsson