Fara í efni

Félagsmálanefnd

20. fundur 30. mars 1999 kl. 13:00 Stjórnsýsluhús

Árið 1999 þriðjudaginn 30 mars kl. 13.00 kom félagsmálanefnd saman til fundar í Stjórnsýsluhúsinu á Sauðárkróki.

Mættir eru: Helgi Sigurðsson, Sólveig Jónasdóttir, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Trausti Kristjánsson og Elínborg Hilmarsdóttir.

Auk þeirra: Árdís Antonsdóttir og Guðbjörg Ingimundardóttir.

 

DAGSKRÁ:

1. Húsnæðismál.

2. Trúnaðarmál.

3. Forvarnarmál.

4. Reglur um fjárhagsaðstoð.

5. Önnur mál.


AFGREIÐSLUR:

1. Húsnæðismál.

a. Umsókn um viðbótarlán Jóhanna Gunnlaugsdóttir kt. 150570-4929    Samþykkt.

b. Umsókn um viðbótarlán Margrét Baldvinsdóttir og Jón Svanur Sveinsson kt. 021277-5419. Samþykkt.

c. Óskað eftir kynningu á nýjum húsnæðislögum.

2. Trúnaðarmál - Sjá trúnaðarbók.

3. Forvarnarmál.

Samningur um samstarf að forvörnum kynntur fyrir nefndinni. Samningur þessi er milli Heilbrigðisráðuneytisins, SÁÁ og Sveitarfélagsins.

Samningur þessi var tekinn fyrir í Íþrótta og æskulýðsnefnd, samþykkt þar að ganga að þessum samningum. Starfsmaður félagsmálanefndar Árdís Antonsdóttir er verkefnisstjóri.

Nefndarmenn sammála um að forvarnarstarf sé nauðsynlegt. Árdís mun kynna verkefnið fyrir nefndinni sérstaklega.

Valið hefur verið í stýrihóp, þeir sem þar eru : Árdís Antonsdóttir félagsráðgjafi. Kristbjörg Kemp kennari, Árni Pálsson lögreglumaður, Sólborg Pétursdóttir námsráðgjafi, Hlín Bolladóttir kennari.

4. Umræður um reglur um fjárhagsaðstoð.

Starfsmanni nefndar falið að vinna málið áfram eftir ábendingum nefndar. Lagt fyrir aftur á næsta fundi.

5. Önnur mál.

a. Kynnt bréf frá Bjarnheiði Jóhannsdóttur jafnréttisráðgjafa, vegna frestunar ráðstefnu.

b. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir vekur máls á því að hún sakni umræðu í nefndinni um yfirtöku málefna fatlaðra.

Eftirfarandi bókun er frá Grétu Sjöfn:

“Nú þegar stefnt er að því að Sveitarfélagið Skagafjörður geri samning við byggðasamlag um málefni fatlaðra á Norðurlandi vestra frá og með 1. apríl 1999 til tæpra þriggja ára að veita fötluðum, sem eiga lögheimili í sveitarfélögum í Skagafjarðarsýslu þá þjónustu sem þeir eiga rétt á samkvæmt lögum um málefni fatlaðra á vegum félagsmálaráðuneytisins sem er Iðja/dagvist, frekari liðveisla, þjónusta leikfangasafns, stoðþjónusta og ráðgjöf, er ljóst að félagsmálanefnd hefur ekki unnið að stefnumótun innan sveitarfélagsins hvernig stefnt skuli að því að samþætta þessa þjónustu við þá félagsþjónustu/skólaþjónustu sem sveitarfélagið sinnir.

Þessi væntanlega þjónusta hefur ekki verið tekin á dagskrá hjá félagsmálanefnd þrátt fyrir að samningsvinna hafi verið í gangi svo mánuðum skiptir.

Með þessu móti er verið að skapa bæði starfsmönnum sem eiga að sinna þessari þjónustu svo og þjónustuþegum ótryggt umhverfi og óvissu sem vissulega hefði verið hægt að komast hjá með undirbúningsvinnu”.

                                                                                  Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir

 

Fleira ekki gert fundi slitið.

 

Elínborg Hilmarsdóttir

Helgi Sigurðsson

Sólveig Jónasdóttir

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir

Trausti Kristjánsson