Fara í efni

Félagsmálanefnd

11. fundur 10. nóvember 1998 kl. 14:00 í fundarsal Stjórnsýsluhússins

Ár 1998, þriðjudaginn 10. nóvember kl. 14.00 kom félagsmálanefnd Skagafjarðar saman til fundar í fundarsal Stjórnsýsluhússins á Sauðárkróki.

Mætt voru: Elinborg Hilmarsdóttir, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Sólveig Jónasdóttir, Ásdís Guðmundsdóttir  og Trausti Kristjánsson.

Auk þeirra: Sigríður Sigurjónsdóttir og Árdís Antonsdóttir.

 

Dagskrá:

            1.  Húsnæðismál.

            2.   Dagvistarmál.

            3.   Trúnaðarmál.

            4.   Önnur mál.

 

Afgreiðslur:

1.   Húsnæðismál. - Sjá Innritunarbók.

2.   Dagvistarmál.

Málin rædd og starfmönnum falið að vinna áfram að málinu.

3.   Trúnaðarmál. - Sjá Trúnaðarbók.

4.   Önnur mál.          

a)  Lögð fram þingsályktunartillaga um jafnréttisfræðslu fyrir æðstu ráðamenn.

Félagsmálanefnd Alþingis hefur óskað eftir umsögn varðandi þingsályktunartillögu um jafnréttisfræðslu fyrir æðstu ráðamenn.

Eins og fram kemur í greinagerð með þingsályktunartillögunni er pólitískur vilji fyrir leiðréttingu á ójafnri stöðu kynjanna.

Félagsmálanefnd Skagafjarðar telur jákvætt að æðstu stjórnarmönnum landsins verði leiðbeint um hvernig hægt er að koma þessum vilja í framkvæmd.

Jafnframt má benda á að ef til vill myndu námskeið sérfræðinga í jafnréttismálum nýtast fleirum en æðstu ráðamönnum ríkisins, t.d. ráðamönnum sveitarfélaganna. Í því sambandi má minna á að æ fleiri þættir stjórnsýslu færast yfir til sveitarfélaganna og því nauðsynlegt að ráðamenn þeirra séu upplýstir um jafnréttismál.

Félagsmálanefnd Skagafjarðar telur efni þingsályktunartillögunnar mjög jákvætt og mælir eindregið með samþykki hennar.”

b)  Lagt fram bréf frá Sambandi Sveitarfélag á Norðurlandi vestra dagsett 8. októ­ber 1998, þar sem kynnt eru drög að samningi S.S.N.V. og Félagsmála­ráðuneytisins vegna yfirtöku á málefnum fatlaðra.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið.

Hildur Claessen ritari

Elinborg Hilmarsdóttir

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir

Trausti Kristjánsson

Ásdís Guðmundsdóttir

Sólveig Jónasdóttir