Fara í efni

Félagsmálanefnd

3. fundur 20. júlí 1998 kl. 15:00 í fundarsal stjórnsýsluhússins

Ár 1998 mánudagur 20.07.  Kom félagsmálanefnd saman til fundar í fundarsal stjórnsýsluhússins kl. 1500.  Mættir voru undirritaðir ásamt Guðleifu Leifsdóttur og Guðbjörgu Ingimundardóttur.

 

Dagskrá:

1.  Reglur um fjárhagsaðstoð

2.  Erindisbréf félagsmálanefndar

3.  Barnaverndarnefnd

4.  Trúnaðarmál

5.  Önnur mál

 

1. Reglur um fjárhagsaðstoð ræddar. 

Nefndarmenn hafa fengið til yfirlestrar regl­ur um fjárhagsaðstoð sem Sauðár­króksbær notaði, einnig drög að nýjum reglum frá starfsmönnum félagsmála­ráðuneytis, þar sem tekið er meira tillit til bænda og stuðst við reglur Þingeyinga.

Ákveðið að nefndin starfi eftir reglum Sauðárkróksbæjar en hafi jafnframt til hliðsjónar drög að nýjum fjárhagsreglum.  Ákvörðun um frekari vinnslu í regl­um um fjárhagsaðstoð tekin síðar.


2. Erindisbréf félagsmálanefndar

Á síðasta fundi nefndarinnar kom fyrirspurn frá Grétu Sjöfn um hvort ekki væri að vænta erindisbréfs.  Elinborg tjáði fundarmönnum að erindisbréf væri vænt­anlegt. 

 

3. Barnaverndarnefnd.

Formaður félagsmálanefndar ber fram tillögu um að skipuð verði 5 manna barnaverndarnefnd, sem heyrir undir félagsmálanefnd.

Félagsmálanefnd samþykkir þessa tillögu.

 

4. Trúnaðarmál.

Sjá – trúnaðarbók

 

5. Önnur mál.

1.  Beiðni um styrk til forvarnarátaks fyrir börn 4-9 ára.  Farið er fram á 200.000 kr.  Félagsmálanefndin neitaði alfarið að styrkja þetta málefni.

2.  Félagsmálastjóri sagði frá því að hann hafi ákveðið aðgreiða 40.000 kr. í átakið 2002 Ísland án eiturlyfja.  Auglýsing mun koma í Sjónhorninu þar sem foreldrar eru hvattir til að gæta vel barna sinna.  Þessi ákv­örð­un var tekin í samráði við formann forvarnarnefndar.

 

Fleira ekki tekið fyrir.

 

Ritari,   Guðbjörg Ingimundar                        Gréta Sjöfn Guðmundsd.

            Trausti Kristjánsson                           Kristín Bjarnadóttir

            Sólveig Jónasdóttir                            Elinborg Hilmarsdóttir